Leita í fréttum mbl.is

Óhugnarlega karllægur fundur á Bessastöðum

órg1Hún er heldur óhugnarleg myndin sem tekin var á Bessastöðum í morgun af fundi forsetans með fulltrúm samtakanna InDefence; öðrumegin við borðið sátu átta karlar en engin kona, hinumegin sat forsetinn einn, en hann er sem kunnugt er fjarri því að vera kona, hann er ekki einusinni kerlíng, hvað þá meir.

Nú, fyrst engin kona var í InDefence-hópnum, má ljóst vera, að þar er á ferðinni afar kvenfjandsamlegur félagsskapur, sem gefur skít í reynsluheim kvenna og gjörvalla kynjafræðina. Þessir ódámar eru, ef að líkum lætur, á móti kvenprestum, þingkonum, kvenréttindum og lesbíum. Og satt að segja er ég stórhneykslaður á forseta lýðveldisins að hleypa þessum helvítis kallapúngum, kvenmannslausum, inn til sín til skrafs og ráðagerða. Það mun fljótlega renna upp fyrir landsmönnum, að andstaðan við Icesave-samninginn er karlrembupólitík í sinni viðurstyggilegustu mynd, og þegar það gerist mun siðlátt fólk hafa höndur í hári InDefence-púnganna og kasta þeim á haf út, ásamt Bjarna Ben og Sigmundi Davíð hinum syfjaða.   


mbl.is Fundi lokið á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

Nú bið ég þig að slappa aðeins af hérna. Þú hefur enga rétt á að leggja svona dóm á þessa menn. Þó að kona hafi ekki verið stödd á þessum fundi þýðir það alls ekki að það hafi verið einhver karlrembingur sem stóð á bak við það.

Rétt er það að eingöngu karlar voru á þessum fundi og það var gott hjá þér að benda á það en það er fullgróft að halda því fram að hér séu menn sem hafa enga samúð á kvennfólki og réttindum þeirra á ferð. Ef þú ætlar að halda þvíumlíkt fram heimta ég að þú komir með betri rök heldur en kynjahlutfal í tíu manna fundi.

Frekar vildi ég sjá kurteysilega athugasemd þar sem mælt væri með kvennegri innsæi frekar en þetta skítkast.

Einar Örn Gissurarson, 2.1.2010 kl. 15:03

2 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Ekki nóg með að þetta séu karlapungar, þá geta þeir ekki nefnt sig á okkar gamla ilhýra móðurmáli.

Rúnar Sveinbjörnsson, 2.1.2010 kl. 16:46

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Þær eru nú margar kerlingarnar, þó með pung séu, strákar mínir!  Þessi Indefence-deild Framsóknarflokksins  minnir óþægilega mikið á VL-ingana!  Þeir létu mynda sig alla í röð með hendur á pung!

Auðun Gíslason, 2.1.2010 kl. 16:59

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

er ekki sama hvaðan gott kemur,geri ráð fyrir að þessu blessaðir men séu flestir vel giftir,af hverju þarf alltaf að vera eitthver fyrirlitning i köllum,hverlags kallfyrirlitning er þetta,konur er alstaðar velkomnar og engin á móti þeim blessuðum/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.1.2010 kl. 18:04

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú hlýtur að sjá það sjálfur, Haraldur Haraldsson, að það er helber óþverraskapur að senda átta kallasköndla, en enga konu, á fund forsetans útaf jafn stóru máli og Icesave. Þetta er fullkomin karlfyrirlitning. Og maður veit nú svo sem hvað undir býr þegar karlar tala um, að konur séu velkomnar. Svo geta þessir karlar ekki skrifað sig eins og annað fólk uppá íslensku, heldur bínefna sig InDefence, Icelandic group, Icesave og annað í þeim dúr. Fussogsvei.

Jóhannes Ragnarsson, 2.1.2010 kl. 19:30

6 Smámynd: Ólafur Elíasson

Sæll Jóhannes.

Þetta er nú ekki alveg sanngjarnt hjá þér.

Hvað kemur þetta mál kvenréttindum við? Þetta hefur bara æxlast þannig hjá okkur að þetta eru þeir einstaklingar sem hafa enst í allan þennan tíma í baráttunni. 

Varðandi þetta agalega óþjóðlega nafn okkar þá kom það bara af sjálfu sér þar sem allt okkar starf sneri að erlendum aðilum í upphafi. Þá vorum við að einbeita okkur að því að vekja athygli á beitingu hryðjuverkalaga gegn íslenskri þjóð.

Kær kveðja.

Ólafur Elíasson

olaf@simnet.is

Ólafur Elíasson, 2.1.2010 kl. 19:54

7 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Ekkert óhugarlegt við þessa myndarlegu menn  

mbk

Halldóra Hjaltadóttir, 2.1.2010 kl. 20:45

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sko, Ólafur Elíasson, það kemur kvenréttindum við þegar ekki eru að minnsta kosti jafn margar konur og karlar í nefndum og ráðum og það er nákvæmlega alveg sama hverskonar ráð og nefdir það eru.

Mér er líka fjandans sama hvort kallapúngafélagið ykkar heitir InDefence, eða eitthvað annað, í útlöndum. En á Íslandi eigið þið að kalla ykkur íslensku nafni, t.d. Þjóðvarnarflokkinn eða Framsókn frá Hriflu. Skiljið þið það? Jú nó hænsnarækt?

Jóhannes Ragnarsson, 2.1.2010 kl. 20:49

9 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég hefði viljað fá mynd af hópnum í sömu uppstillingu og Varið Land!  Þeir stóðu sig miklu betur en Indefence í sinni undirskriftasöfnun!

Auðun Gíslason, 2.1.2010 kl. 22:18

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þetta er klaufalegt í hæsta máta, það verður að viðurkennast.

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.1.2010 kl. 00:09

11 identicon

HA HA HA HA HA!

Ágúst Valves Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:26

12 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

Þessi fundur getur engan vegin haft nokkurn áhrif á jafnrétti kynja. Mega menn ekki afhenda undirskrifta lista án þess að kona sé standandi við hliðina á þeim? Heldurðu virkilega að forsetin sé að fara að setjast með þessum mönnum til að skemta sér við að deila karlrembubrandara?

Og núna ertu að kvarta yfir nafni sem var valin við stofnun þess, sem var valin til að vekja athygli erlendis. Ég segi nú að þetta neikvæðni hjá þér er það öfgafull að maður verður bara að túlka hana sem einhverja tilraun hjá þér til gera lítið úr hópnum með öllum hugsanlegum ráðum.

Ég tek líka eftir að það eru bara hvítir menn í þessu herbergi. Ætli þeir séu ekki rasistar líka?

Einar Örn Gissurarson, 3.1.2010 kl. 03:59

13 identicon

Hvað ef Óli grís fer í kynskiptiaðgerð?

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 08:29

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér er skítsama þótt engin kona sé í hópnum.  Verra er að myndin sýnir fjóra flokksbundna Sjálfstæðismenn og fjóra flokksbundna Framsóknarmenn.

Anna Einarsdóttir, 3.1.2010 kl. 22:53

15 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ja, ekki batnar það.

Jóhannes Ragnarsson, 3.1.2010 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband