Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Selja land - grafa bein

Samfylkingin hefur aðeins tvö mál á stefnuskrá sinni: Að Ísland gangi í ESB og Davíð burt. Svona er nú stefna íslenskra ,,jafnaðarmanna" hrein og tær, klár og kvitt. Í Atómstöðinni kallar Halldór Laxness slíka stefnu, ,,Selja land - grafa bein."
mbl.is Aðildarviðræður við ESB strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öflugri mótmæli takk - burt með Jón Baldvin og aðrar hlaupatíkur

Við þær aðstæður sem nú eru uppi í þjóðfélaginu er þörf öflugra, hnitmiðaðra og árangursríkra mótmæla; mótmæla sem geta orðið farvegur fyrir almenna þjófélagsvakningu; mótmæla sem hafa að markmiði að kveða niður allar þær valdaklíkur sem komið hafa við sögu í hrunadansi síðustu ára og leitt hafa til stærsta skipbrots og mestu niðurlægingu Íslands í hundrað ár eða meira.

Til að slík mótmæli hafi tilætluð áhrif verður að vanda til verka. Reiði fólksins í landinu er til staðar, þjóðfélagslegt réttlæti hefur verið fótum troðið, ræningjar hafa gengið lausir undir verndarvæng hægrisinnaðra stjórnvalda. Þess vegna skýtur það skökku við, hljómar eins og illa kveðin öfugmælavísa, að Jón Baldvin Hanníbalsson, sem er óumdeilanlega einn af helstu arkítektum og upphafsmönnum frjálshyggjukapítalismans á Íslandi, skuli vera í fylkingarbrjósti andófsaðgerða gegn ráðastéttinni á Íslandi.

Það er hreint með ólíkindum, að við þessar aðstæður skuli það vera alræmdir tækifærissinnar og slepjulegar hlaupatíkur, sem óumbeðnar, hafa tekið að sér að leiða réttmæta reiði íslenskrar alþýðu. Maður er eiginlega agndofa og vonsvikinn að horfa uppá annan eins endemis fíflagang.

Og hverju eru tækfærissinnarnir og hlaupatíkurnar að mótmæla? Jú, þau eru að mótmæla því að Davíð Oddsson sé seðlabankastjóri og að ráðamenn þjóðarinnar séu einum of þegjandalegir um stöðu mála. Það er nú allt of sumt. Útúr svona froðufrussi kemur að sjálfsögðu ekkert; það er dæmt til að mistakast, fara út um þúfur. Og eftir vill, þegar upp verður staðið, í mesta lagi aðeins til þess fallið að styrkja stöðu öskuhaugalýðsins sem komið hefur þjóðinni á vonarvöl. Eða finnst fólki það ekki framúrskarandi barnalegt að persónugera vandamál líðandi stundar í einum manni: Davíð Oddssyni og hrópa: Daví burt! - Davíð burt! Rétt eins og málið sé ekki stærra og djúpstæðra. Ja, þvílík heimska, þvílíkt lýðskrum.

Ef fólk vill á annað borð fara út á göturnar til aðgerða, eiga mótmælin að beinast að núverandi ríkisstjórn, þá sérstaklega Sjálfstæðisflokknum, burgeisastéttinni, kapítalismanum, sem leitt hefur þjóðina út í botnlaust kviksyndi ómennskunnar. Fyrir slíku andófi á alþýðan í landinu að fara sjálf, en ekki afdankaðir dólgar, fyrrum húskarlar í frjálshyggjusöfnuði Davíðs seðlabankastjóra.    


mbl.is Þögn ráðamanna mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætti ég biðja björgólfa gærdagsins ...

Ha, er krónan stærsta vandamálið?????

Og ég sem hélt að kapítalisminn væri lang-stærsta vandamálið.

Annars held ég að tjói lítið fyrir elskhuga nýdauðrar frjálshyggju og afturgöngur úr hrundum bankaheimum að koma fram fyrir almenning þeirra erinda að snúa hlutunum á hvolf. Slíku draugamori verður ekki fyrirgefið það sem þeir hafa gert á hlut þjóðarinnar, hvað svosem þeir grenja mikið opinberlega og barma sér.

Mætti ég biðja björgólfa gærdagsins að gjöra svo vel að láta sem minnst á sér kræla framvegis og reyna að hafa vit á að skammast sín. Þetta á líka við alla þá pólitíkusa, sem á einn eða annann hátt, hafa staðið fyrir óheftri markaðshyggju á Íslandi síðast líðin 17 ár.


mbl.is Krónan stærsta vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir fiska sem róa frá Cayman og Belís

Samkvæmt reynslu kynslóðanna, fiskast ekki alltaf þó róið sé. Miðin eru misgjöful og fiskurinn dyntóttóttur.

Þó verður að segjast, að þeir sem róa frá Cayman og Belís fiska endranær öðrum betur, en hafa þó sitt á þurru meir en aðrir fiskarar. Enda eru lífhafnir góðar við þess göfugu vertíðarþorp og geymslur svo miklar í verkunarhúsum að þar þrýtur aldrei pláss, hversu miklu sem landað er.

Og um Caymaneyjar var einmitt kveðinn bragurinn góði sem hefst svona: Forðum var verandi á vertíð í eyjunum, víst er það svona enn ...


mbl.is Þeir fiska sem róa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur skrifstofusjakalans

Þau gleðitíndi bárust íslenskri alþýðu, nú laust fyrir hádegi, að Gylfi Arnbjörnsson skrifstofusjakali og hagfræðingur hefði verið kjörinn forseti Alþýðusambands Íslands.

Eftir því sem ég best veit, voru meðal mánaðarlaun Gylfa þessa, á síðasta ári krónur 865.000, sem samsvara nær sexföldum grunnlaunum verkamanns. Tekjur alþýðmannsins Gylfa voru þó ekki nema 717.515 krónur á mánuði árið 2006. Árið 2006 voru mánaðarlaun frú Ingibjargar R., mótframbjóðanda Gylfa í forsetakosningunni, krónur 720.559. Því miður hef ég engar upplýsingar um laun frú Ingibjargar árið 2007, en ég get mér þess til að þau hafi verið all sæmileg. Því er svo við að bæta, að Ingibjörg R. var kjörin varaforseti ASÍ eftir að hafa fallið fyrir hinum gráskeggjaða skrifstofusjakala.

Hitt er svo aftur annað mál, að raunveruleg alþýða á Íslandi vill ekkert hafa saman að sælda við forseta og varaforseta ASÍ. Alþýðan lætur sér nægja að borga þessu fólki laun í gegnum stéttarfélagsgjöld og spyr sig í leiðinni hvort þessum aurum sé virkilega vel varið; hvort það sé yfir höfuð viðunandi að viðhalda niðurlægingu verkalýðsstéttarinnar með því að fóðra og stríðala, skrifstofusjakala á borð við Gylfa Arnbjörnsson, Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur, Kristján Gunnarsson úr Keflavík og Skúla Thoroddsen.

 


mbl.is Gylfi nýr forseti ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Giftur trylltu femínistahelvíti

Um nóttina rumskaði Kolbeinn og vafraði svefndrukkinn mjög fram á klósett og kastaði af sér vatni. Eins og vænta mátti fór bunan öll framhjá klósettskálinni, en því tók hann ekki eftir. Þegar Kolbeinn hafði létt á sér, skjögraði viðstöðu laust inn í rúm, fleygði sér útaf og sökk þegar í djúpan svefn.

Síðar um nóttina brá frú Ingveldur blundi og óð fram á snyrtingu því hún var í miklum spreng. Skipti nú engum togum að henni varð fótaskortur er hún sté útí vætuna Kolbeins, sem lá eins og spegilslétt stöðuvatn umhverfis klósettið. Varð fall frú Ingveldar mikið; lærleggur hennar brákaðist er hún slengdist utaní salernið; sömuleiðis varð hún fyrir illu höfuðhöggi við að skella hnakkanum á baðkarsbrúnina.

En þegar frú Ingveldur raknaði úr rotinu hoppaði hún á öðrum fæti inní svefnherbergi, lagði hendur á Kolbein steinsofandi og misþyrmdi honum heiftarlega.

Þegar Kolbeinn mætti til vinnu sinnar morguninn eftir var hann hræðilega útleikinn og gaf þá skýringu á kostulegu útliti sínu, að hann væri giftur trylltu fémínistahelvíti sem vílaði ekki fyrir sér að leggja til atlögu við sofandi karlmenn.  


mbl.is Vill ekki frysta eignir auðmanna
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Ráðherranefna býsnast yfir bankastjóralaunum

Jóhanna Sigurðardóttir er þeim ósköpum gædd, að getað röflað um og gagnrýnt hluti sem hún ber að sönnu ábyrgð á. Jóhanna ber t.d. sinn hluta ábyrgðar á því að hleypa Davíð Oddssyni að á sínum tíma og opna þar með fyrir allar flóðgáttir frjálshyggjunnar, sem nú hefur dregið þjóðina í svaðið og gert hana fullkomlega ærulausa á erlendum vattvangi. Og hvernig er það, ber ráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir enga ábyrgð á sinnuleysi og sofandahætti núverandi ríkisstjórnar, ríkisstjórnar sem rankaði ekki við sér fyrr enn allt var komið botnlaust óefni?

Og hvað er þessi sérkennilega ráðherranefna, að býsnast yfir launum bankastjóra? Ég veit ekki betur en bankarnir séu undir forræði ríkisstjórnar Íslands og ráðherrunum sé í lófa lagið að borga bankastjórunum þau laun sem þeim þóknast. Eða er Jóhanna að gefa í skyn að hún hafi verið borin ráðum innan ríkisstjórnarinnar þegar bankastjóralaunin voru ákveðin? Hverskonar endemis lýðskrum er þetta?

Svo leyfa menn sér að tala um ,,heilaga Jóhönnu," í fullri alvöru, þegar þessi skrítni stjórnmálamaður á í hlut! 


mbl.is Bankastjórarnir með of há laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíræfinn skólameistari rífur kjaft og heimtar ritskoðun

Það er í raun stórmerkilegt, að maður, sem treyst var fyrir að leiða ungt fólk gegnum menntaskóla, og þar með út í lífið, gerist svo bíræfinn á gamals aldri að heimta grímulausa ritskoðun á RÚV. Og rökin sem hann notar eru heldur ekki af verri endanum: Hann ber stjórnendum RÚV á brýn að hafa gengið í lið með ,,dómstóli götunnar, skrílmenningu, sleggjudómum og ofstæki." Ja, fyrr má nú gagn gera!

Og við hverja á fyrrum skólameistarinn við þegar hann talar um skríl í þessu sambandi? Jú, hann er að tala um almenning í landinu, alþýðu manna, sem nú verður að neyðast til að taka á sig þungar byrðar vegna þess að hér hefur verið rekin fullkomlega óábyrg stjórnmálastefna í rúman hálfan annann áratug. Það er ljóst að menn, sem við núverandi aðstæður, láta sig hafa að brúka slíkt geip og menningarfrömuðurinn að norðan gerir í bréfi sínu til útvarpsstjóra, kunna tæpast listina að skammast sín. Þegar við bætist, að umræddur fyrrum skólameistari er nátengdur öðrum þeirra tveggja stjórnmálaflokka sem mesta ábyrgð bera á hvernig komið er, skýtur orðinu ,,dómgreindarleysi" ósjálfrátt uppí hugann.

Yfirstéttarelítan á Íslandi ætti að hafa vit á að halda sér saman þessa dagana. Annars er mikil hætta á að það fólk, sem yfirstéttarfígúrum þóknast að kalla skríl, taki til sinna ráða og dragi umræddar fígúrur á afturlöppunum út úr grenjum sínum .  


mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver misnotaði hvað?

Það væri áreiðanlega ágætt ef sérfræðingar í mannréttindamálum skoðuðu hvað athafnir íslenskra stjórnvalda og fjárglæframannanna síðustu árin hafa haft á mannréttindi hér á landi. Fyrir liggur úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna varðandi kvótakerfið. En hvað með þá stöðu sem stjórnmálamenn og athafnaskáldin hafa komið þegnum landsins í? Þrengir hún ekki að almennum mannréttindum? Fólk er svipt eigum sínum; hneppt í skuldafjötra ævilangt, og svo framvegis, fyrir tilverknað ólánsmanna.

Það er ansi ódýrt, ef ekki blátt áfram afar óheiðarlegt, að efna síðan til opinberrar múgæsingar gegn bretum fyrir þá sök að bretar ákváðu að taka grunsamlegar íslenskar peningasjoppur úr umferð. Ég skil vel að bresk stjórnvöld hafi viljað stoppa þann hroða af á sem skemstum tíma og nota til þes lagaákvæði sem virka strax. Eða er ekki ljóst að íslendingar misnotuðu aðstöðu sína í Bretlandi og víðar á herfilegan hátt? Er raunhæft að ætlast til að tekið sé þessháttar glæfraliði með einhverjum gullbrydduðum silkihönskum? 


mbl.is Gott dæmi um misnotkun laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjör niðurlæging samtaka alþýðunnar

Það er illa komið fyrir Alþýðusambandi Íslands, að eiga ekkert skárra í forsetastól sambandsins en þessi tvö sem gefið hafa kost á sér; annað forpokuð íhaldskerling, hitt beinfreðinn skrifstofusjakali.

Það skiptir svo sem engu máli hvort þeirra nær kjöri. Næsti forseti ASÍ verður aðeins punkturinn yfir i-ið í algjörri niðurlægingu samtaka alþýðunnar á Íslandi. En alþýðan sjálf vill ekkert af þessum persónum vita, enda á alþýðan enga samleið með þeim.


mbl.is Bæði forsetaefnin vilja í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband