Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Það er mjög alvarlegt að bera mönnum fasisma á brýn að ósekju

hvala2Það virðist mjög í tísku um þessar mundir að ýmiskonar smámenni saki þá sem þeir eru ekki sammála, eða halda að þeir séu ekki sammála, um ,,öfgasinnaða þjóðernisstefnu; með öðrum orðum: bera þeim á brýn einhverskonar fasisma og jafnvel nasisma þegar verst lætur.

Það er hálfóhugnanlegt, svo ekki sé meira sagt, þegar talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi sakar Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, um öfgasinnaða þjóðernistefnu í stíl við flokka á yst á hægri kanti stjórnmála. Ég vona að Sigursteini Mássyni sé ekki alvara með þessu ábyrgðarlausa og innihaldslausa fleipri og sjái sóma sinn í að biðja Jón Bjarnason opinberlega afsökunar á þessum ummælum.

Hvalveiðar Íslendinga eru að öllu leyti réttlætanlegar, svo fremi að markaður sé fyrir hvalaafurðir. Og þó að menn séu launaðir starfsmenn einhverra samtaka um hvalavernd eru takmörk fyrir hvað þeir bera á borð fyrir almenning. Málstaður þeirra getur á engann hátt batnað með því að reyna að koma fasistastimpli á nafgreinda menn, algjörlega að ósekju. 


mbl.is Sakar Jón um „öfgasinnaða þjóðernisstefnu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband