Leita í fréttum mbl.is

Verkalýðshreyfing í höndum auðvaldsdindla

asiEitthvað virðast slagorð VR, ,,virðing og réttlæti" hafa aðra merkingu en orðanna hljóðan í höfði meirihluta stjórnar VR. Stjórn stéttarfélags sem gerir allt sem í hennar valdi stendur til að fela upplýsingar um fjármál félagsins er að sjálfsögðu gjörsamlega óhæf. Það vill nefnilega þannig til, að stéttarfélög eru tæki í eigu þeirra sem eru fullgildir félagsmenn í þeim en ekki einkahlutafélag örfárra manna sem valist hafa til forystu. Auðvitað eiga fjármál stéttarfélaga að vera galopin öllum félagsmönnum sem og athafnir og ákvarðanir stjórnar. Ef stjórnarmenn stéttarfélaga geta ekki beygt sig undir þessa sjálfsögðu skyldu eru þeir einfaldlega ekki starfi sínu vaxnir.

Þróun almennu verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi hefur verið ein allsherjar sorgarsaga síðustu 10 - 20 árin. Til forystu hefur valist fólk sem ber litla sem enga virðingu fyrir láglaunafólki, ganga erinda auðvaldsins í smáu sem stóru og berjast eins og ljón gegn stéttarbaráttu og raunverulegu réttlæti. Í búsáhaldabyltingunni fyrir ári síðan sveik verkalýðselítan alþýðu landsins eftirminnilega með tómlæti sínu og aðgerðarleysi. Það er nayðsynlegt að launafólk beri gæfu til að endurheimta verkalýðshreyfinguna úr höndum hinna auðvirðilegu auðvaldsdindla sem halda hreyfingunni í gíslingu. Til þess að það megi verða þarf skipulagða baráttu.

Ég óska Bjarka Steingrímssyni, Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur og Ragnari Þór Ingólfssyni velfarnaðar og þolinmæði í baráttu sinni gegn drottnunarvaldinu í VR. Góður málstaður og ómæld þolinmæði í mótlæti og meðbyr eru þau vopn sem best bíta þegar upp er staðið.    


mbl.is Segja fjármál VR hulin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Bjarnason

Ég held að mesta meinsemd íslensku lífeyrissjóðanna sé aðkoma atvinnurekenda að þeim. Þannig hafa þeir getað afvegaleitt smásálir úr verkalýðshreyfingunni, sem hafa fengi peningaglýju í augun og orðið uppvísir að mikilli spillingu. VR er talandi dæmi þar um.

Svavar Bjarnason, 30.1.2010 kl. 14:42

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Auðvitað á að afmá öll völd atvinnurekenda í lífeyrissjóðakerfinu. Ef allt væri með feldu ætti að vera gott tækifæri til þess núna.

Jóhannes Ragnarsson, 30.1.2010 kl. 15:15

3 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Það þarf að fella stjórnir ALLRA verkalýðsfélaga, svo hægt sé að skipta um stjórnarmenn sem eru á ofurlaunum í lífeyrissjóðunum.

Stjórnir verkalýðsfélaganna og lífeyrissjóðanna, eru nánir samstarfsmenn, og oft sömu mennirnir.

Lífeyrissjóðirnir berjast mjög gegn almenningi, með þeirri kröfu sinni að ekki megi hrófla við verðtryggingarófreskjunni.

Sveinn Elías Hansson, 30.1.2010 kl. 18:26

4 Smámynd: Friðrik Már

Spilling, Spilling.

Það er nákvæmlega þetta sem að er í okkar þjóðfélagi, Það skarar hver og einn eld að sinni köku án tillits til náungans, siðleysið er algjört.

Þetta sér maður í pólitíkinni, viðskiptalífinu og jafnvel umferðinni, það er einfaldlega engin virðing borin fyrir lögum og reglum í þjóðfélaginu og trúlega má einna helst leita skýringa í genunum sem við fengum í arf frá vikingunum forðum.  Við eru flest upp til hópa litlir höfðingjar sem hugsum fyrst og fremst um okkur sjálf og þá sem okkkur tengjast sterkustu böndum. Menn fara stórum orðum á bloggsíðum og tala um byltingu og allsherjar verkföll en engin gerir síðan neitt.

Það er með ólíkindum að fylgjast með mótmælunum á laugardögum þar sem óðum fækkar í hópnum þótt verið sé að mótmæla því sem tengist okkur öllum.  Leiðréttingar á lánum, afnám verðtryggingar og fl.

Lifeyrissjóðirnir, bankarnir og nú síðast stjórnvöld vinna baki brotnu á móti fólkinu í landinu, þetta fólk hugsar fyrst og fremst um laun sín og eftirlaunatekjur í stað þess að hugsa um og vinna fyrir fjöldann.

Svona hefur þetta verið og svona verður þetta, þessu verður ekki breytt til þess erum við of dofin og sjálfselsk. maður hefði haldið að það myndi duga eitt stk allsherjar banka og kerfishrun en það virðist þurfa eitthvað mikið meira til þess að við vöknum af doðanum.

ps. en ég verð að geta þess Jóhannes að þú ert góður penni og bloggið þitt er ætíð áhugavert og skemmtilegt aflestrar.            

Friðrik Már , 31.1.2010 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband