Leita í fréttum mbl.is

Samdægurs á sorphaug sögunnar

esbÞað á ekki af aumingjanum svorna henni Jóhönnu Sigurðardóttur að ganga. Í byrjun árs neitaði forseti Íslands að staðfesta aðgöngumiða Samylkingarinnar og Svavarsgengisins í VG að ESB. Og þjóðin tók undir með forsetanum og ætlar fyrir sitt leyti að afhrópa Icesave í þjóðaratkvæðagreislu og vísa ESB-aðildinni til helvítis.

Með storminn í fangið tekur Jóhanna til bragðs að fara í leynilega opinbera heimsókn, skríðandi á hnjánum að hætti beiningamanns, til ofursta evrópusambandsauðvaldsins í von um að fá annan aðgöngumiða að ESB. Meiri reisn er ekki yfir forsætisráðherra Íslands þessa dagana.

Með sama áframhaldi mun ríkisstjórn Samfylkingar og VG heyra sögunni til fyrr en varir. VG er illa klofin flokkur og þar á bæ, ekki síst í grasrótinni, fer stuðningur við Svavarsarminn og ríkisstjórnarþátttökuna hratt dvínandi. Fari svo að VG klofni alveg, sem mikil hætta er á í næstu framtíð, hverfur auðvaldsríkisstjórn Jóhönnu og Steigríms samdægurs á sorphaug sögunnar. 


mbl.is Ræða aðild Íslands í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Þetta er bara spurning um tíma hvenær þessi stjórn hrökklast frá völdum.

Sveinn Elías Hansson, 4.2.2010 kl. 23:00

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ástæður fyrir að kasta ríkistjórninni á haugana - í réttri röð:

A) Höfnun Icesave, og B) eftirfarandi algjör aðskilnaður ESB-hliðar og íslenskar hliðar klofna hanans VG. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.2.2010 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband