Leita í fréttum mbl.is

Uppvakningurinn af Pimlico og Sigurveig dræsa

lady2Það er alltaf eitthvað sem er að koma manni á óvart í henni veröld. Í óafsakanlegri fáfræði minni hef ég lengi verið þeirrar trúar, að barónessur væri löngu útdauð dýrategund, hafi jafnvel aldrei verið til nema í lygasögum sem voru skrifaðar handa börnum fyrir tvöhundruð árum eða fyrr. En nú bregður svo við, að ljóslifandi barónessa skýtur upp kollinum á mbl.is. Og meir en það: baróessan kveður uppúr með, að ekkert sé óeðlilegt við að Bretar og Hollendingar krefji íslenskan almenning um milljarða á milljarða ofan fyrir glæpaverk nokkurra stórbilaðra kapítalista sem ættaðir eru af Íslandi. Mér sýnist á öllu, að umrædd barónessa sé ekki minna siðblind og rotin en icesaveódámarnir, enda af sömu rót runnin og þeir.

Annars minnir lygileg tilvist barónessunnar af Pimlico og forvitnileg speki hennar óneitanlega á stjórnmálakonuna Sigurveigu dræsu, en Sigurveig dræsa flutti merka ræðu á lokuðum aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðiskvenna á dögunum. Í erindi Sigrurveigar dræsu kom sem sé fram, að allir væru skyldugir að virða og taka þátt í hinu stórlýðræðislega og alfrjálsa kapítalíska gangverki ef ekki ætti illa að fara; meðal annars, að auðvitað ætti almenningur á Íslandi að borga Icesaveskuldir sínar svo ekki skapaðist fordæmi sem raskað gæti ró auðhyggjunnar í heiminum. Orðrétt sagði Sigurveig dræsa: ,,Við sjálfstæðiskonur og menn, getum af stjórnmálalegum ástæðum líðandi stundar, af því við erum í stjórnarandstöðu um þessar mundir, leyft okkur að vera á móti icesavesamningum ríkisstjórnarinnar ef það mætti verða til að að ríkisstjórnin segði af sér. En auðvitað myndum við samþykkja allar kröfur Breta og Hollendinga undir eins og við værum komin í stjórnarráðið aftur, annað væri ófyrirgefanlegt út frá grundvallarhugsjónum hinnar kapítalísku sjálfstæðisstefnu."  


mbl.is Barónessa segir kröfur á Íslendinga hæfilegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Mér finnst nú tilsvör barónessunar vera frekar skynsamleg og eðlileg.  Þessir stórbiluðu kapítalistar sem þú vísar í störfuðu undir íslensku fjármálaeftirliti og beinlínis í umboði íslenskra ríkisins.  Hver á að borga þetta annars? 

Hún bætir við að vextirnir séu of háir og sýnir þar umhyggju fyrir íslendingum og ber að teljast bandamaður íslendinga í þessu máli.

Svo getur aumingja konan ekkert gert að því að kunnátta þín á aðalsmannakerfi englendinga og tilveru lávarðadeildarinnar sé takmörkuð.  Það er því óþarfi að hnýtast í hana fyrir það.

Hvað varðar ummæli sjálfstæðiskonunnar þá er þetta heiðarleg og sönn yfirlýsing.  Allir vita þetta og engin ástæða til þess að fara i einhvern feluleik, nema fyrir þá sem halda að stjórnmál séu fyrir hugsjónafólk.  Hingað til hefur verið mikill skortur á heiðarlegum Sjálfstæðiskonum og mönnum en vonandi er þetta ný lína hjá þeim.

Jonni, 17.3.2010 kl. 09:14

2 Smámynd: Hamarinn

Ég legg til að þeir sem kusu sjálfstæðisflokk og framsóknarflokk, borgi allan skaðann varðandi hrunið, enda var það í boði þessarra flokka. Þessir aumingjar störfuðu ekki í mínu umboði.

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 09:53

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Samfylkingin var nú eitthvað að flækjast þarna, svo þá eru bara kommúnistarnir og fasistarnir þeir einu saklausu, skondið hvernig það skeði.

Einhver Ágúst, 17.3.2010 kl. 10:28

4 Smámynd: Hamarinn

Þeir hafa ALLTAF verið saklausir!!!!

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 11:00

5 Smámynd: DanTh

"Mér finnst nú tilsvör barónessunar vera frekar skynsamleg og eðlileg.  Þessir stórbiluðu kapítalistar sem þú vísar í störfuðu undir íslensku fjármálaeftirliti og beinlínis í umboði íslenskra ríkisins.  Hver á að borga þetta annars?"

Furðulegt hvað mörgum finnst sjálfsagt að varpa sök af þessu mesta peningaráni Íslandssögunar yfir á íslenskan almenning.  

DanTh, 17.3.2010 kl. 17:06

6 Smámynd: Lárus Baldursson

Nú eru nýju aðgerðirnar í efnahagsmálum þær sömu og voru auglýstar fyrir nokkrum mánuðum en það er farið að vora og þá er komið með þetta bull á nýjum diski, ýmsum er orðið mjög heitt í hamsi og engar frosthörkur munu aftra fólki! hvar er Stulli og co? nú ætla þeir að fara að gefa raforkuna okkar til að skapa atvinnu á stóra Bretlandi og senda okkar fólk til Póllands. 

Lárus Baldursson, 17.3.2010 kl. 20:30

7 Smámynd: Jonni

"Furðulegt hvað mörgum finnst sjálfsagt að varpa sök af þessu mesta peningaráni Íslandssögunar yfir á íslenskan almenning. "

Mér finnst nú frekar furðulegra hvað mörgum (íslendingum) finnst sjálfsagt að íslendingar þurfi ekki að bera neina ábyrgð á íslenskri bankastarfsemi og að ekkert sé sjálfsagðara en að ræna sparifjáreigendur erlendis fé sínu og það geti bara einhverjir aðrir borgað.  "Ekki benda á mig, ÉG var ekki í neinni bankastarfsemi í Bretlandi".

Hvernig geta íslendingar ætlast til þess að nokkurt land treysti þeim fyrir einu eða neinu, þegar svona er farið fyrir ábyrgri stjórnsýslu á þessu skeri?

Jonni, 17.3.2010 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband