Leita í fréttum mbl.is

Vafningalaus bilun eða forhert ósvífni

Ef það er rétt sem mbl.is hefur eftir Bjarna Ben í þessari frétt, þá er ekki nema um tvennt að velja: Annaðhvort er maðurinn órfjarri því að vera í lagi, eða þá að hann er viss um að fólkið í landinu séu fáráðlingar sem óhætt sé að mata á lygum og þvættingi eftir hentugleikum, en slíkur þankagangur er að sjálfsögðu forhert ósvífni.

Það er t.d. staðreynd, að það var Sjálfstæðisflokkurinn, sem Bjarni Ben er formaður fyrir, sem brást þjóðinni herfilega og setti allt í uppnám með gjörðum sínum, rústaði efnahagslífi þjóðarinnar og bjó til jarðveginn fyrir Icesave og aðra efnahagslega stórglæpi. 

Hitt er svo aftur annað mál, að aukið fylgi glæpasamtakanna sem kenna sig við sjálfstæði í skoðannakönnunum er áhyggjuefni útaf fyrir sig. Fólk virðist eiga erfitt með að setja stjórnmál í rökrétt samhengi orsaka og afleiðinga. Frá því Sjálfstæðisflokkurinn hrökklaðist frá völdum fyrir um ári síðan hefur æ betur komið í ljós að það fer ekki stjórnmálaflokkur í venjulegum skilningi þess orðs, heldur harðsvíruð samtök gjörspilltra kapítalista sem svífast einskis þegar um völd og áhrif er að tefla.

Reyndar voru það reginmistök hjá VG að hlaupa í ríkisstjórn með Samfylkingunn síðastliðinn vetur. Réttast hefði verið að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið að hanga um óákveðin tíma í snörunni sem hann sjálfur hnýtti um háls sér og þjóðarinnar.Þá hefði fólk kanske gert sér aðeins berti grein fyrir hverskonar stórhættulegt fyrirbæri Sjálfsæðisflokkurinn er.


mbl.is Ríkisstjórnin á að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég viðurkenni fúslega að ég væri hissa ef að þessu verður - ef svo þá gengur þetta tæplega á öllum "stimplum" með sömu áhöfn

ansk að fólk sem kom að þessu hruni fari ekki frá

Jón Snæbjörnsson, 19.3.2010 kl. 12:52

2 Smámynd: Hamarinn

Sjálfstæðisflokkurinn er mjög slæmur í ríkisstjórn, en hann er hreinasta helvíti í stjórnarandstöðu, svífst einskis til að ná völdum aftur.

réttast væri að bjóða framsókn og hreyfingunni í stjórn, og einangra helvítið úti í horni, láta þá kveljast lengi.

Hamarinn, 19.3.2010 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband