Leita í fréttum mbl.is

Afar umdeilt ákvæði, segir mbl.is

taðÞað má svo sem vel vera, að þeim sem hringsnúast alla daga í meltingarfærum LÍÚ og innsta kjarna Sjálfstæðiflokksins, finnist bráðabirgðaákæðið, sem heimilar sjávarútvegsráðherra að auka skötuselskvóta og úthluta þeirri aukningu til útgerða með gjaldi, vera umdeilt. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að þorri landsmanna tekur þessu ákvæði fagnandi, en sem kunnugt er vilja um það bil 80% þeirra að núverandi kvótakerfi verði lagt af.

Þó svo að auðvaldsvillingarnir í LÍÚ hafi gert allt sem þeir hafa getað til að stöðva að ,,skötuselsfrumvarpið" svokallaða verði að lögum og meðal annars fengið nytsama sakleysingja í sveitarstjórnum og verkalýðsfélögum til lið við sig, þá lætur þjóðin sér þessháttar rassborureyk sem vind um eyru þjóta. Mulningsvélin, sem ætlað er að mala niður kerfi kvótaböðlanna, er komin í gang og lögð af stað. Það verða eflaust einhver öskur og vein í velunnurum kvótakerfisins í þann mund og þeir steypast eins og vængstýfðir þúfutittlingar ofan í mulningsvélina, en það tekur enginn vitiborin maður tillit til þessháttar hávaða.


mbl.is Skötuselsfrumvarp að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi fyrsta skrefið að brjóta upp þetta handónýta kvótakerfi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2010 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband