Leita í fréttum mbl.is

Barátta stjörnusýslumannsins við þrjóta og þorpara ber árangur

flengÞeir halda það, þorpararnir, að þeir geti leyft sér hvað sem í umdæmi sjálfs stjörnusýslumannsins Stones í Árnessýslu. En þar skjáltlast böluðum þrjótunum illilega, því stjörnusýslumaðurinn Stones er með haukfrán augu, mörg á hverjum fingri, og er ekkert uppá það kominn að gera gælur við ósvífna götustráka og annað hraksmánarlegt illþýði. Enda eru glæpir orðnir afar fátíðir í Árnessýslu nú orðið. 

Ef ég þekki stjörnusýslumanninn rétt, þá hefur hann hýtt dópgöltinn, sem ók á 136 kílómetra hraða, vel og vandlega með eigin hendi, ekki síst fyrir það forkastanlega framferði að reyna að fela sig bak við öskutunnu við hliðina á samkomuhúsinu á Eyrabakka. En svona eiga yfirvöld náttúrulega að láta höndur standa fram úr ermum og refsa afbrotajúðum svikalaust.

Mikið væri óskandi, að ríkisstjórnin hefði vit á að gera stjörnusýslumanninn Stones að dómsmálaráðherra. Sá væri nú ekki lengi að uppræta hrunaglæpalýðinn og koma honum inn fyrir rimlana


mbl.is Á ofsahraða undir áhrifum fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Gleymdu því ekki heldur að þessi ofursýsli er líka fyrrverandi skattstjóri vestfirðinga og borgarfulltrúi íhaldsins hér í Selfossborg.

Sigurður Sveinsson, 19.4.2010 kl. 04:01

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Öskutunnurnar á Eyrarbakka eru annsi litlar svo að þetta hefur verið smár smákrimmi á ferðinni. Öskutunnurnar á Selfossi eru aftur á máti risastórar þar sem smákrimmarnir þar eru annsi langir og tunnurnar því tilsvarandi stórar.

caliber 50

Eyjólfur Jónsson, 19.4.2010 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband