Leita í fréttum mbl.is

Sósíalískt þjóðfélag er það sem koma skal

revÞað er hárrétt hjá Steingrími, að Bjarni Benediktsson ætti að rifja upp hernig Icesave er tilkomið. Og það eru fleiri en Bjarni sem ættu að hressa uppá heilasellurnar hvað varðar icsave-glæpinn og aðra stigamennsku sem fékk að vaða uppi á frjálshyggjutímabilinu 1991 til 2009. Eins og komið hefur fram, þá er skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis einn alsherjar áfellisdómur yfir Sjálfstæðisflokknum og liðsmönnum hans. Í því ljósi væri eðlilegt, að Sjálfstæðisflokkurinn og kjósendur hans væru látnir borga skaðann af umræddu frjálshyggjutímabili. Og auðvitað tækju auðvirðilegu hækjurnar, Framsókn og Kratar, þátt í að greiða glæpinn á einhvern hátt.

En þó að Rannsóknarskýrsla Alþingis felli alvarlegan dóm yfir Sjálfstæðisflokknum, láist henni alveg að geta þess, að grunnurinn að Hruninu mikla, rótin að óförunum, er ekki minni ismi en sjálfur kapítalisminn. Sem segir okkur, að skýrslan er þrátt fyrir allt borgaralegur samsetningur og okkur ber að umgangast hana sem slíka.

Ef þjóðinni er mjög umhugað að gera Hrunið rækilega upp og ganga svo frá hnútunum, að slíkir hlutir endurtaki sig aldrei, verður hún að skipta algjörlega um þjóðfélagskerfi, afsegja kapítalismann og fleygja honum útí hafsauga og taka upp sósíalískt þjóðfélagskerfi í staðinn. Það er hið eina eðlilega svar við Hruninu, Sjálfstæðisflokknum, Framsókn og Krataselskapnum.     


mbl.is Engin fyrirheit gefin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Þú segir nokkuð.

Hamarinn, 20.4.2010 kl. 21:05

2 Smámynd: Snorri Hansson

Og þá verða auðvitað allir óþarfir flokkar bannaðir ? Og allir mentamenn og gamlir villi-pólitíkusar sendir í sveitir að tína fjallagrös sem má kanske selja til Norður-Kóreu. Það mundi fara vel í kroppinn á þessum elskum Jafnvel ennbetra að hræra samanvið þau þurkaða loðnu.. Er ég ekki kominn með gott innlegg í framtíðarmálin konrad?

Snorri Hansson, 27.4.2010 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband