Leita í fréttum mbl.is

Bjarni fær ekki hvaða umboð sem er

xd5Það hlýtur að era hægt að láta Bjarna fá eitthvert andskotans umboð. Hann gæti, trúi ég, orðið þokkalegur umboðsmaður hljómsveita, t.d. Ljótu Hálfvitanna. Nú, bílaumboð færi Bjarna ekki vel, en umboð til að flytja inn sárabindi og aðra slíka vafninga kæmi til greina. Ekki kemur til mála að gera þennan hrunasvein Sjálfstæðisflokksins að umboðsmanni byskubs, því hann væri vís með að flækja Þjóðkirkjuna í einhver háskaleg krosseignatengsl og veðsetja byskubinn fyrir skuldabréf frá Fons eða Wernersbrothers með veði í bréfunum sjálfum.

En ef Bjarni óskar eftir umboði til að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður, er það alveg sjálfsagt. Enda eru landsmenn unnvörpum að komast á þá skoðun, að umræddur flokkur sé endalaus uppspretta sjónhverfinga, spillingar og glæpa og þar með sú hægdrepandi meinsemd sem þjóðarlíkaminn verður að losna við sem fyrst ef hann á ekki að andast fyrir aldur fram.


mbl.is Bjarni vill fá nýtt umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er nokkur með umboð fyrir Ítölsku mafíuna?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2010 kl. 21:06

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ekki hvað ég veit. En það er trúlega gott umboð fyrir gallharðan sjálfstæðismann.

Jóhannes Ragnarsson, 20.4.2010 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband