Leita í fréttum mbl.is

Skammarverðlaunin fleyttu Íslandi áfram

Mér skilst að þessa stundina ríki fölskvalaus fögnuður á gjörvöllu Íslandi, annarsvegar útaf magmagaldri Steingríms J., hinsvegar vegna frammistöðu lagsins Je ne sais quoi, en það ku víst vera komið í úrslit í júróinu. Frami íslenska tónverksins í kvöld byggist eingöngu á að það lag sem hlýtur skammarverðlaunin í undanúrslitunum fær að taka þátt í úrslitakeppninni, en Je ne sais quoi var dæmt tvímælalaust langversta og hlálegasta spangólið í Bærum í kvöld. 

 


mbl.is Íslenska lagið í úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Já, en´Jóhannes.

Allur hópurinn getur sagt skammlaust:  Eyjafjallajökull.  Svo er kjóllinn hennar Heru ekkert smá flottur, gæti hýst mig og þig og svo kannski tvo til.....

Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.5.2010 kl. 19:52

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Flotti kjóllinn hennar Heru eru eins og myndarlegar tjaldbúðir. Minnir mig á verslunarmannahelgarnar í Húsafelli í gamla daga, utan hvað tjöldin í þann tíð voru aldrei rauð, nema þegar kviknaði í þeim, þá sló stundum skemmtilega rauðleitum blæ á þau.

Jóhannes Ragnarsson, 26.5.2010 kl. 22:12

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Satt segir þú, Á sviðinu leit þetta út eins og tjaldbúðir í blóðrauðu sólarlagi. 

Takk fyrir komuna á bloggið mitt

Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.5.2010 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband