Leita í fréttum mbl.is

Tvö dæmi um einbeittan óheiðarleika formanna

flokkseigendur_786424.jpgÍ við tali við vefritið Pressan.is kannast Steingrímur J. formaður VG hvorki við armaskiptingu eða klofning í VG, sem leiðir hugann að því hvort Steingrímur þessi J. sé svona illa upplýstur um gang mála í sínum eigin flokki, eða einfaldlega óheiðarlegur og hallur undir skrök þegar hann svarar spurningum blaða- og fréttamanna.

Það er svo sem hægt að upplýsa þennan sérkennilega formann ,,Vinstrihreyfingarinnar" að flokkurinn sem hann veitir forstöðu er klofin niður í rót og sá sem á einna drýgstan þátt í þeim klofningi heitir Steingrímur J. Sigfússon. Því er nefnilega þannig varið, að þessi sérkennilegi formaður hefur nánast frá stofnun VG einungis verið formaður hluta flokksins, það er svarsvædda hægri armsins þar sem þungamiðjan er gamla flokkseigendafélagið úr Alþýðubandalaginu sáluga. 

Og ekki má gleyma ræfils garminum honum Katli. Á mbl.is er sagt frá því að Katrín Jakobsdóttir,varaformaður VG, hafi áréttaði að Vintstri grænir hefðu alla tíð rökrætt á opinskáan og beinan hátt en að hennar mati væru fundargestir allir í góðri sátt hver við annan.

Þessi fullyrðing Katrínar er einfaldlega röng, vísvitandi lygabull. Innan VG hefur opinská umræða frá upphafi verið mjög illa séð af formanninum og hans hirðfíflum, sem nú fá að súpa seyðið af eigin óheiðarleika, yfirgangi og svikum. Og allt tal varaformannsins um að fundargestir á flokksráðsfundinum, sem nú fer fram, séu ,,allir í góðri sátt hvor við annan" er þeirrar tegundar að það dæmir sig sjálft í flokk með ómerkilegri pólitískri ruglandi og ósannsögli.

Það er sannarlega íllt í efni fyrir stjórnmálaflokk að hafa formann og varaformann sem ekki eru ærlegri en kompaníið Steingrímur J. og Katrín Jakobsdóttir.  

 


mbl.is Flokksráðsfundur VG settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Annað hvort dregur til mikilla tíðinda á þessum fundi eða þá að fréttir af honum litast af lygi og ótrúverðugu bulli sem enginn tekur minnsta mark á.

Árni Gunnarsson, 25.6.2010 kl. 21:11

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Klofningurinn í VG verður ekki læknaður úr því sem komið er. Að reyna að halda þessum flokki saman öllu lengur með einhverjum yfirborðssáttum og ósannindum er mjög óviturlegt að mínu mati, blátt áfram heimskulegt.

Jóhannes Ragnarsson, 25.6.2010 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband