Leita í fréttum mbl.is

Endurreisn K. Wernerssonar, Jóns Ásgeirs og Ólafs bónda

glæAnsi er ég hræddur um að frú Ingveldur og Kolbeinn Kolbeinsson eigi ekki nema um það bil 100 þúsund krónur umfram eiginir og séu þar með ekki gjaldgeng í selskap með K. Wernerssyni, Jóni Ásgeiri og Ólafi bónda á Miðrauni. Enda kom það á daginn, að ekkert sveitarfélag treysti sér til að ráða frú Ingveldi sem sveitarstjóra, en hún sótti sem kunnugt er um þrjátíu og tvær bæjarstjórastöður; forsvarsmenn eins krummaskuðsins hótuðu meira að segja frú Ingveldi barsmíðum ef húm drægi ekki umsókn sína til baka, það væri til skammar fyrir sveitarfélagið að birta nafn hennar opinberlega með öðrum umsækendum.

En K. Wennersson, Jón Ásgeir og Ólafur bóndi á Miðhrauni munu landið erfa eftir að ríkisstjórnin og AGS hafa endurreist þá að fullu eftir ágjöfina í október 2008. Þá verður áreiðanlega kátt í höllinni.  


mbl.is Karl á rúman milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hver eru Ólafur á Miðhrauni og Ingveldur umsækjandi?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.8.2010 kl. 12:45

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ólafur bóndi á Miðhrauni er Ólafsson og stundum kenndur við Samskip.

Frú Ingveldur er dáðum prýdd sjálfstæðiskona, sem hrapað hefur niður virðingarstigann í Flokknum síðustu misseri. Þú getur gúgglað hana undir ,,frú Ingveldur" og fengið nánari upplýsingar þessa merkilegu konu.

Jóhannes Ragnarsson, 11.8.2010 kl. 13:15

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Habbðu þökk Jóhannes.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.8.2010 kl. 13:38

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég gúgglaði Ingveldi og sá að þér er í nöp við hana.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.8.2010 kl. 13:42

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hún er nú eins og hún er, blessunin hún Ingveldur, en mér er ekki beint í nöp við hana, mér er jafnvel dálítið hlýtt til hennar að vissu leiti.

Jóhannes Ragnarsson, 11.8.2010 kl. 15:36

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvers vegna eru þessir mafíósar að ganga lausir?

Sigurður Haraldsson, 11.8.2010 kl. 21:54

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þeir ganga lausir í skjóli samtryggingarkerfis yfirstéttarinnar sem flokkseigendafélög flokkanna eiga öll aðild að.

Til að afleggja þetta ógeðfellda samtrygginarkerfi dugar ekkert minna en bylting - sósíalísk alþýðubylting.

Lifi félagi Fídel og félagi Hugo.

Jóhannes Ragnarsson, 11.8.2010 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband