Leita í fréttum mbl.is

Litlu munaði að Víkingur Ó hampaði bikarnum

víkó1Fyrir skömmu síðan varð ég vitni að því þegar Víkingur Ólafsvík tapaði á afar ósanngjarnan hátt fyrir FH í fjögurra liða úrslitum bikarkeppni KSÍ, sem menningarsnauðir fábjanar kalla ,,VISA-bikarkeppni." Ef og hefðu Víkingar sigrað í þeim leik, eins og þeir áttu skilið, hefði það fallið í þeirra hlut að rassskella KR á Laugardalsvellinum í kvöld og þar með væri bikarinn þessa stundina á leið heim í Ólafsvík.

En óheppnin og ranglæti örlaganna varð til þess að nú eru Hafnfirðingar að þamba brennivín uppúr umræddum bikar af sinni heimsfrægu áfengisfýsn í staðinn fyrir að hann ætti að vera í höndunum á góðu fólki af Snæfellsnesi.


mbl.is FH bikarmeistari karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband