Leita í fréttum mbl.is

Ef alþingismenn vilja uppreisn

Ef Alþingi, vegna innibyggða spillingar og forheimskunnar, guggnar á að draga nokkrar fyrrverandi ráðherraskjátur fyrir Landsdóm fyrir dýrkeypt afglöp þeirra brotavilja, er fátt í spilunum annað en að Alþingi Götunnar knýji ríkisstjórnina til að rjúfa þing og boða til kosninga.

Það er auðvitað í höndum hvers og eins þingmanns hvort hann greiðir atkvæði sitt í þessu máli með fólkinu í landinu og reisn Alþingis eða réttir upp hönd með spillingunni, lygunum og lágkúrunni. Fari svo að meirihluti alþingismanna standi með subbuskapnum og ómennskunni, aukast líkurnar á uppreisn fólksins gegn stjórnmálaelítunni og það þarf enginn maður að velkjast í neinum vafa um hver verður sigurvegari í þeirri uppreisn.


mbl.is Mjög tvísýnt um úrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að þetta sé rétt metið hjá þér Jóhannes.

Árni Gunnarsson, 28.9.2010 kl. 10:34

2 identicon

Uppreisn, segirðu! Ég veit ekki, hvar myndum við komast í byssur og sprengjur og þannig? Þarf ekki svoleiðis fyrir uppreisn?

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 12:28

3 Smámynd: Mofi

Jóhannes, þetta er svakalega ógeðfellt. Ef flokkanir voru með fólk sem tengust spillingunni fyrir hrun þá greiða þeir á móti því að kæra... algjört bull. Þetta fólk er augljóslega óhæft til að meta hvort að Landsdómur eigi að fara yfir mál þessa fólks. Eru þetta virkilega skilaboðin sem við viljum senda til verðandi þingmanna? Ef þú setur allt á hausinn, ef allt fer í steik á þinni vakt þá sleppur þú við allar afleiðingarnar... mér er hálf flökurt.

Mofi, 28.9.2010 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband