Leita í fréttum mbl.is

Þórðargleði brennuvarga og svikull forystulýður

eldur3Jæja, elsku vinir mínir, nær og fjær. Hvað myndi gerast ef ríkisstjórnin leysti skuldavandann í eitt skipti fyrir öll á næstu fjórum vikum? Hvað yrði um Sjálfstæðisflokkinn og hina, sem ég man ekki hvað heita, í stjórnarandstöðunni? Ég er hræddur um að Bjarni Ben og Torgerður Katrín væru fljót að pissa á gólfið eins og hræddir kettir ef skuldavandinn hyrfi í einu hókuspókusi og þau ekki í ríkisstjórn.

En því miður er margáminnstur skuldavandi af þeirri stærðargráðu að hann mun ekki leysast á næstunni, það mun taka mörg ár, svo er fólki eins og Bjarna Ben og Torgerði fyrir þakka.

Það er satt að segja hvort tveggja í senn, fáránlegt og sorglegt að horfa uppá þórðargleði Sjálfstæðismanna yfir því hvað ríkisstjórnin á við stórbrotin vandamál að etja, vandamál sem eru fyrst og fremst Sjálfstæðisflokknum og leiguþýji þeirra að kenna. En það hefur löngum verið einkenni brennuvarga að gleðjast yfir erfiðleikum slökkviliðsins við að ráða niðurlögum eldanna sem þeir hafa kveikt.

En verst er kanski, að sú ríkisstjórn sem nú situr, er ekki líkleg til að leysa eitt eða neitt, nema hún taki sig ærlega á og umbylti kerfinu sem skaðræðisdýr auðvaldsins hafa hróflað upp á mörgum áratugum hér á landi. Lausnirnar liggja ekki í því að skýra almenningi ekki frá því hvað staðan er mikið erfiðari en stjórn og stjórnarandstaða láta í veðri vaka. Lausnirnar liggja heldur ekki í að halda verndarhendi yfir kvótakerfinu, skilanefndunum, fjármagnsböðlunum og gjörvöllu íhaldskerfinu með öllum tiltækum ráðum, þar með talið lygum og fláttskap.

Ef forystulýður ríkisstjórnarflokkanna vilja með engu móti þekkja sinn vitjunartíma né kannst við útá hvað hann var kosinn, verður að skilyrðislaust að víkja honum frá, með góðu eða illu.   


mbl.is Áfram fjallað um skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Það styttist í byltinguna.

Hamarinn, 13.10.2010 kl. 19:54

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ójákvæmilega styttist í byltinguna, Sveinn, en vandamálið er í hvaða fraveg hún fer. Það setur t.d. að manni hroll þegar illþýði Sjálfstæðisflokksins fjölmennir í mótmælaaðgerðir á Austurvelli.

Jóhannes Ragnarsson, 13.10.2010 kl. 20:04

3 Smámynd: Hamarinn

Þeir eru farnir að senda sína flugumenn í mótmælin, til að reyna að breyta þeim í skrílslæti.

Við verðum að taka á því vandamáli af rósemi, og henda þeim bara yfir stálþilið eins og gert var um daginn.

Hamarinn, 13.10.2010 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband