Leita í fréttum mbl.is

Að heyra á endemi hinnar úrkynjuðu íhaldsframsóknarkratíu

Auðvaldssví 2Það mætti halda að Jóhanna Sigurðardóttir hafi færst í fang að leika hlutverk sjálfrar Framsóknarmaddömunnar, úr því að umrædd maddama gafst upp á rólunum og dó eins og Grýla gamla. Blessuð forsætisfraukan fer á kostum þessa dagana, opin í báða enda, barmafull af hneykslun á sínum kærasta vini, Sjálfstæðisflokknum. En því miður, þá skiftir nákvæmlega engu hvað Jóhanna gasprar og gólar yfir innvígðum krataskjátum og öðrum; krataeðlið breytist ekkert við það og því síður sú staðreynd að kratisminn er aðeins smávægilegt hliðarstef við kapítalismann sem enga þýðingu hefur í gangvirki borgarastéttarinnar annað en að blekkja hinar vinnandi stéttir.

Á meðan Jóhanna hefur hátt um meinta baráttu sína gegn valdaklíku íhaldsafla og sægreifa, vinnur hún blóðug uppað öxlum alla daga við að selja sjálfstæði og fullveldi þjóðar sinnar í hendur stórauðvaldinu í ESB og veit fátt nauðsynlegra en að koma kvótakóngaandstæðingnum Jóni Bjarnasyni útúr ríkisstjórn. Það liggur við að manni verði bumbult af því að leggja eyrun við hræsni og ruglanda þessa kynduga talsmanns íhaldsframsóknarkratíunnar.

En það nálgast óðfluga ögurstund í íslensku þjóðfélagi, ögurstund sem Jóhönnu og hinum í bræðra- og systralagi borgarastéttarinnar geðjast ekki að. Íhaldsframsóknarkratían hefur nefilega komið hlutum þannig fyrir, að æ fleirum er að verða ljóst að aðeins gagnger þjóðfélagsbylting er fær um að losa okkur undan járnhæl gjörspilltrar og samansúrraðrar valdastéttar og samtryggingarkerfi hinnar úrkynjuðu íhaldsframsóknarkratíu. 


mbl.is Ögurstund í sjávarútvegsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband