Leita í fréttum mbl.is

Þeir kalla innlenda málaliða ESB ,,hinn íslenska landher."

civ2.jpgHer sá er Júróbarómetið framkvæmdastjórnar ESB á við í þessari yndislegu frétt er hin frækna sveit manna sem hér hefur undanfarin ár starfað að því koma Íslandi inní ESB með góðu eða illa. Eins og gefur að skilja er þessi hersveit málaliða ESB afar illa þokkuð af landsmönnum, sem bera svona álíka mikið traust til hennar og íbúar Líbýu til Gaddafa og Egyptar til Múbarrakks gamla. Og sannast hér enn eina ferðina orð ráðgjafa dankonungs í Brekkukotsannáli: ,,Þó sjóherinn sé aumur þá er landherinn aumari,"

Enda getur enginn Íslendingur valið sér aumara hlutskipti en að krefjast þess að alþýða landsins verði látin borga Icesave og þjóðin verði innlimuð í auðvaldsríki Stór-Þýskalands, ESB. Slík endemi hljóma eins og lágkúruleg landssala og föðurlandssvik. En hersveit ESB á Íslandi lætur öll aðvörunarorð eins og vind um eyru þjóta og heldur áfram að ,,selja land og grafa bein" á sama hátt og úrkynjuð borgarastétt Íslands gerði sig seka um eftir seinna stríð og sagt er frá í Atómstöðinni.

Enn er allt á huldu um hvort óbótamönnum tekst að selja íslensku þjóðina í hendur kapítalistanna í Evrópu eins og þeim tókst að djöfla okkur fyrir rúmum sextíu árum undir ægivald hinnar blóðidrifnu hernaðarmaskínu vestrænna bófa, NATO. Þó hygg ég, að eftirmæli sögunnar um fjandskap ESB- og Natodindla við sjálfstæði Íslands og fullveldi muni öll á þá leið að þar hafi farið skepnur af því tagi sem dýraríkið hafnar einarðlega í bak og fyrir.


mbl.is 26% treysta íslenska hernum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband