Leita í fréttum mbl.is

Það hefur lítið breyst síðan 1927

xd7_1058606.jpgOg loks spyr ég yður, ritþý ,,Morgunblaðsins": Hafið þér nokkurn tíma komið auga á neitt háleitara takmark en ytra glys og glingur og saðning munns og maga? Eftir hverju keppið þér? Hverjar eru hugsjónir yðar? Hvert er það guðspjall, sem þér viljið boða mannkyninu?

Þér hafið tranað yður fram til að skrifa stórt dagblað, þótt yður vanti allt nema framhleypnina og sjálfsálitið til þess að gera dagblað viðunanlega úr garði. Ábyrgðartilfinning getur því ekki verið yðar keppikefli.

Þér fyllið blað yðar daglega með lygum og rangfærslum, sem eigingjarnir prangarar hafa leigt yður til að skrifa. Sannleikurinn getur því ekki verið yður keppikefli.

Þér hundeltið menn og göfug málefni með látlausum rógburði og andstyggilegum fláttskap. Einlægni getur því ekki verið hugsjón yðar.

Þér látið brúka yður til þess að halda uppi vörnum fyrir ranglátu þjóðskipulagi. Réttlæti getur því ekki verið yður eftirsóknarvert.

Höfundur: Þórbergur Þórðarson, 11. september 1927 .


mbl.is Aukinn kostnaður á útgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær tilvitnun Jóhannes og tímabær líka, aftur!

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 02:15

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góður .........

Níels A. Ársælsson., 17.6.2011 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband