Leita í fréttum mbl.is

Fólskuleg árás á fjármálaráðherra

hundsbit2Það er varla hægt að lesa annað útúr orðum formanns Fjárlaganefndar, Oddnýjar Harðardóttur, en að henni finnist Steingrímur J. hinn versti skaðræðisgripur og óráðsíugemsi, sem verði að hafa undir einstaklega sérstöku eftirliti. Hún vill sem sé að nauðsynlegt sé að skilgreina og afmarka heimildir fjármálaráðherra sem hafi verið of rúmar í kjölfar hrunsins. Með þessu er hún auðvitað að segja, að Steingrímur hafi farið afar frjálslega með fjármuni ríkissjóðs og spilað eins og ábyrgðarlaus gamblari á hinar rúmu heimildir sem hann telur sig hafa haft hingað til.

Svona hryllilegur munnsöfnuður verkar á mann eins og þegar laungrimmur rakki ræðst óforvandis að vegfaranda og bítur hann af alefli í lærið. En í þessu tilfelli á sá er fyrir árásinni varð, sem betur fer, duglegar búrtíkur sem þekktar eru fyrir að hika ekki við að hefna fyrir ófarir húsbónda síns og spara þá hvorki vígtönnur sínar né raddbönd.

Nú má till sanns vegar færa, að marg- og ofnefndur Steingrímur hafi harla þykkan skráp, sumir segja að karlinn sé einn allsherjarskrápur yst sem innst eða javnvel þurkuð grásleppuhvelja, en ég á bágt með að trúa að manngarmurinn sé svo samansúrruð skrápflækja að hreinmeyjarleg orð Oddnýjar fjárlagformanns nái ekki að koma af stað einhverskonar garnaflækju innaní honum. Því tel ég einsýnt að fjármálaráðherra hlaupi kapp í kinn og bregði brandi sínum og reyni að höggva hina óorðvöru kvenpersónu úr launsátri, hels í spað.

Ég spái því, ef Steingrímur veltur ekki bráðlega um sjálfan sig á dansgólfi kapítalismans, að pólitískur frami Oddnýjar Harðardóttur muni finnast sundurtættur í sorptunnunni heldur fyrr en áætlað var. 


mbl.is Heimildir ráðherra of rúmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Steingrímur er búin að vera sem pólitíkus!

Sigurður Haraldsson, 24.9.2011 kl. 01:18

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú er oft afar skemmtilegur penni Jóhannes.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2011 kl. 12:32

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Takk fyrir það, Ásthildur.

Jóhannes Ragnarsson, 24.9.2011 kl. 19:23

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég meina það, hef oft hlegið að skrifum þínum, það er nauðsynlegt á þessum síðustu og verstu tímum, að geta séð spaugilegu hliðarnar á tilverunni.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2011 kl. 19:50

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ! Er Steingrímur pólitíkus, vissi það ekki. Hélt hann væri gæslumaður sérhagsmuna Sjálfstæðisflokks, Framsóknaflokks og LÍÚ.

Níels A. Ársælsson., 25.9.2011 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband