Leita í fréttum mbl.is

Fundahöld Ögmundar 2010 og róttæklingurinn sem varð framsóknargarmur

xv8_1054598.jpgSú var tíðin að Ásmundur Einar var talinn talsvert róttækur til vinstri. Á þeim tíma sótti hann leynifundi sem haldnir voru að undirlagi Ögmundar Jónassonar vetur og vor 2010. Tilefni þessara funda var mikil óánægja með svikastarfsemi Steingríms J. og náhirðar hans. Ýmsir sem sóttu þessa fundi töldu tímabært að segja skilið við Steingrímsarminn, sem sannarlega er hægramegin við miðju, og vinna að stofnun róttæks vinstriflokks. Og það voru býsna margir sem mættu á þessa fundi og þeim fór fjölgandi þegar á leið. En eftir því sem fleiri komu að málinu, dofnaði að sama skapi yfir félaga Ögmundi og síðsumars 2010 skreið hann aftur inní ríkisstjórnina ,,til að hafa áhrif" eins og það heitir á máli auðvirðilegra valdastreðara, og ekki síður til að styðja Jón Bjarnason í baráttunni við ESB-skrílinn í ríkisstjórninni.

Þegar Ögmundur var tryggilega dáinn inní ríkisstjórnina, var ekki laust við að sumir færu að velta fyrir sér hvað þessi fundarhöld hans vetur og vor 2010 hefðu átt að fyrirstilla. Auðvitað kom sú hugsun fljótt upp, að félagi Ögmundur hefði einungis verið að basla við að koma sér upp stöðu innan VG gagnvart formanninum og búrtíkahjörð hans með það að markmiði að komast aftur inní ríkisstjórnina. Með öðrum orðum: Ögmundur hefði haft saklaust fólk, sem mætti á þessa fundi hans, að fíflum í eiginhagsmunaskyni fyrir sjálfann sig. Enda fór það svo að Ögmundur fjarlægðist stuðningsfólk sitt strax eftir að hann endurheimti ráðherradóm og Jóni vinis sínum reyndist hann ekki meiri stuðningsmaður en svo, að þegar Steingrímur og Jóhanna ráku Jón úr embætti lyfti félagi Ögmundur ekki svo mikið sem litla fingri. Enda eru menn í stjórnmálum ,,til að hafa áhrif"!

Þegar Ögmundur var fyrir fullt og allt fallinn frá inní ríkisstjórnina, var pilturinn Ásmundur Einar orðinn svo ofboslega róttækur að hann gekk í Framsóknarflokkinn til að fá útrás fyrir hinn mikla sósíalisma sem barðist í brjósti hans. Síðan hefur þessi kornungi róttæklingur ekki verið talin marktækur á nokkurn hátt. Meira að segja ærnar hans fóru að fussa við honum og fíla grön þegar hann lét svo lítið að líta við í fjárhúsunum og hrútarnir hafa ítrekað reynt að ná til hins misheppnaða alþingismanns með hornunum. Sauðfé er nefnilega sérlega illa við pólitíska umskiptinga og flökkudýr.

Það er eflaust afskaplega gefandi fyrir róttæka sósíalistann Ásmund Einar að vera orðinn burðarkarl fyrir Gunnar Braga, strengjabrúðu Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra fyrir norðan land. Þetta getur maður svo sannarlega kallað ,,að fara í hundana!"


mbl.is Tekur undir með Ögmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband