Leita í fréttum mbl.is

Alþýðufylkingin, flokkur róttækra vinstrisinna, er í burðarliðnum.

Það kemur ekki á óvart að Bjarni Harðarson yfirgefi lyga- og kjaftaknörr Steingíms og félaga.

Bjarni var reyndar ekki einn af stofnendum VG.

Hinsvegar eru ég, Ólafur Þ. Jónsson, Hafsteinn Hjartarson, ásamt mörgum fleirum sem tóku þátt í að
stofna VG, búnir að segja skilið við þennan misheppnaða og svikula flokk.

Það væri gott og raunar nauðsynlegt, að fólk áttaði sig á, að VG er ekki vinstriflokkur fyrir fimmaura. VG er miðhægrisinnað tækifærismennskuapparat í raun; verkfæri missiðblindra valdastreðara og snobbara til að komast á þing og í ráðherrastóla. Þetta ógæfulið aðhyllist völd fyrir sjálft sig valdanna vegna.

Nú þurfum við, sem höfum misst alfarið trúna á VG og hina flokkana, nýja sem gamla, sem allir eru af svipuðu kalíberi að taka til höndum að ganga frá því að stofna Alþýðufylkinguna sem margir bíða spenntir eftir.

Ef einhverjir halda að nýr vinstrsósíalískur flokkur sé aðeins hugarbuður minn og óskhyggja, þá get ég glatt þá hina sömu með því að svo er alls ekki. Undirbúningur að slíkum stjórnmálaflokki er þegar hafinn; hófst fyrir nokkrum vikum. Hinum nýja flokki er ætlað að fylla tómarúmið á vinstrivængnum, sem er allstórt, stærra en fólk heldur í fljótu bragði, þar eð flokkar eins og VG og Samfylkingin, sem láta að því liggja að þeir séu einhverskona vinstriflokkar, eru fyrir fullt og fast gengnir í björg auðvaldsins og eiga ekki afturkvæmt þaðan.

xvcxjfo.jpg

mbl.is Bjarni farinn úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi ykkur vel Jóhannes, Vonandi finnið þið foringja sem hefur meira til brunns að bera en bara tungulipurðina eins og SJ. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 09:24

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hahaha.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.11.2012 kl. 10:16

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég óska ykkur góðs gengis Jóhannes, og er reyndar hissa á að þið hafið ekki farið af stað fyrr. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2012 kl. 10:23

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það gleður mig að auðvaldssinninn Ómar Bjarki skuli skemmta sér í fávísum undirlægjusleikjuskap sínum við hið kapítalíska vald.

Jóhannes Ragnarsson, 30.11.2012 kl. 10:39

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað eigið þið að stofna flokk og taka Bjarna með. (Bjarni er hinsvegar ekki vinstrimaður frekar en hægri-umferðin.)

Eg er með uppústungu að nafni: Þjóðrembingsfylkingin.

Og svo endilega að taka ,,vinstri-vaktina" með í þennan flokk líka. Alveg endilega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.11.2012 kl. 11:21

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú skalt sleppa því, Ómar Bjarki, að slá þér uppá lygaþvælu um einhvern ,,þjóðrembing."

Við sem erum vinstri sósíalistar höfum ekki minnsta áhuga á að Ísland gerist aðili að auðvaldsbákninu ESB, það efur ekki neitt með þjóðrembu að gera. Aftur á móti erum við ákafir stuðningsmenn alþjóðahyggju verkalýðsins.

Frá mínum bæjarsyrum séð eru ESB-sinnar fullkomir einangrunarsinnar, sem eiga þá hugsjón heitasta að Ísland verði múrað eins og lík inní virkisveggi ESB.

Jóhannes Ragnarsson, 30.11.2012 kl. 12:26

7 identicon

Heill og sæll Jóhannes fornvinur; æfinlega - sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar Bjarki !

Þó svo; ég sé nú yst úti á Hægri brún, míns ágæta Falangisma (Spánar og Líbanons; þeirra Francós Ríkismarskálks, og Gemayel feðga) get ég alveg unnt hugsjónafólki því, sem fylgir heiðursmanninum Jóhannesi fornvini mínum, úti undir Ólafsvíkur Enni þess, að fylgja eftir, þessum hugðarefnum sínum.

Hví; skyldir þú - eða þá aðrir, rjúka upp á nasir, og senda Jóhannesi svo ósvífin skeyti, sem þú gerir hér að ofan, Ómar Bjarki ?

Mig grunar; að undir liggi, þrúgandi minni máttarkennd þín, sem Austfjarða Þokan hefir náð, að næra þig á, á undanförnum árum og áratugum - og snýst gegn fólki, sem sízt skyldi, Ómar Bjarki.

Jóhannes Rganarsson; Sjóhundur og beitninga meistari, úti undir Enni vestur, hefir að minnsta kosti meira til brunns að bera, en við báðir samanlagt; þú og ég, Ómar minn.

Ég hefi vart; kynnst land- og þjóðhollari manni, sem drengskaparmanninum Jóhannesi Ómar Bjarki, og ættir þú að manna þig til þess, að biðja hann afsökunar, á ómaklegu kögglakasti þínu, til hans - og hans fylgismanna, Austfirðingur knái.

Þú yrðir; meiri maður, þar að, Ómar minn !

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 12:26

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Vinstri sósíalisti? Hvað er þá hægri sósíalisti? Er það einusinni til? Ég var svo viss um að "sósíalisti" væri skilgreiningin á leftista... þetta er nýtt.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.11.2012 kl. 16:37

9 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Vinstri sósíalistar er annað heiti á róttækum vinstrimönnum, sem eru einu raunverulegu sósíalistarnir á Íslandi, Ásgrímur minn.

Hinsvegar er til blanda af íhaldsframsóknarkrötum, sem kalla sig ,,vinstrimenn" í blekkingarskyni. Til dæmist er þetta hrafl af fólki sem enn er eftir í VG ekki sósíalistar fyrir fimmaura, en gera samt sem áður tilkall til svo kallaðs ,,vinstrivængs" eins og hann leggur sig.

Staðreyndir er allt önnur. Hinn sósíalíski vinstrivængur er eitt allsherjar tómarúm. Það tómarúm ætlum við vinstrisósíalistar og kommúnistar að fylla.

Það vantar sem sé sósíalískan flokk á Íslandi, heiðarlegan stéttarbaráttuflokk sem óhræddur býður auðvaldsflokkakaðrakinu byrginn á öllum sviðum.

Jóhannes Ragnarsson, 30.11.2012 kl. 19:00

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Manni dettur nú bara ósjálfrátt í hug vísurnar af Jóa útherja.

Magnús Sigurðsson, 1.12.2012 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband