Leita í fréttum mbl.is

Sigurður vinur frú Ingveldar og Kolbeins.

ingv12_1187076.jpgAllir sem eitthvað þekkja til alminnilegra útrásarvíkinga, vita að Sigurður Einarsson er mikill heimilisvinur frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar skrifstofustjóra. Einkum eru þeir Sigurður og Kolbeinn nánir, enda báðir góðir framsóknarmenn.

En burtséð frá vinskap Sigurðar Einarssonar og þeirra hjóna, Kolbeins og frú Ingveldar, þá hefur verið furðu hljótt um þau sæmdarhjónin að undanförnu.

En ekki er sem sýnist.

Um miðjan september, síðast liðinn, fóru frú Ingveldur og Kolbeinn í heilsubótareisu til Flórída, en þar eiga þau hús með öllum búnaði. Á leiðinni vestur um haf gerðust þau flugdólgar af sverustu sort. Skemmtunin hófst á því að þau slógust dálítið og viðhöfðu ljótan munnsöfnuð í hvors annars garð. En allt í einu reis Kolbeinn uppúr sæti sínu og mé viðstöðulaust framan í konuna í næsta sæti fyrir framan, en hún var svo óforsjál að hafa beint sjónum sínum að viðureign sæmdarhjónanna.
Eins og við mátti búast, varð fjandinn laus: Eiginmaður hinnar ólánssömu konu rauk upp eins og naðra og ætlaði að hremma Kolbein og veita honum ráðningu, en frú Ingveldur varð fyrri til og rotaði manninn strax með einu stórkostlegu höggi, og var maðurinn þar með úr sögunni. Nú þurstu að þrjár fílelfdar flugfreyjur og einn flugþjónn og ætluðu að kveða frú Ingveldi og Kolbein niður með snöggu áhlaupi. Ekki vildi betur til en svo, að hjónin höfðu flugfreyjurnar og flugþjóninn undir og misþyrmdu þeim á einkar svínslegan og dónalegan hátt; til dæmis tók frú Ingveldur flugþjóninn slíku fauta hreðjataki að hann féll í  ómeginn og komst ekki til meðvitundar fyrr en á leiðarenda.
Þegar frú Ingveldur og Kolbeinn höfðu hrundið árásinni með glæsibrag þókti þeim staða sín allgóð og hótuðu nú öðrum farþegum og áhöfn vélarinnar dauða og djöfli. Því til áréttingar mé Kolbeinn enn og nú yfir hjón nokkur og dóttur þeirra, sem sátu skammt þaðan frá er Kolbeinn og frú Ingveldur höfðu bækistöð sína.

Þegar flugvélin lenti á Flórída, tók sveit lögreglumanna og hermanna á móti frú Ingveldi og Kolbeini. Þau brugðust til varnar, en voru yfirbuguð þrátt fyrir harðvítuga mótspyrnu og sett í fangelsi innan um fjölskrúðugan glæpalýð.

Það sem vekur samt mesta undun varðandi þetta mál, er að hvergi hefur verið á það minnst í fjölmiðlum; kringum það hefur verið hlaðið tólfföldum þagnarmúr - því Kolbeinn og frú Ingveldur teljast þrátt fyrir allt til stéttar bestu borgara á Íslandi.
mbl.is Sigurður samdi við Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha góður ..........

Níels A. Ársælsson., 14.1.2013 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband