Leita í fréttum mbl.is

Hin endanlega lausn á útgerðarmannavandamálinu

che7.jpgÞað er aðeins til eitt ráð við útgerðarmannavandamálinu: Þjóðin, fólkið í landinu, á fiskveiðiauðlindina með haus og sporði, og hún ætti að taka í taumanna á þessum tímapunkti og samfélagsvæða gjörvalla eign sína í hafinu og stofna Útgerðarfélag ríkisins, sem væri miklu skilvirkari og réttlátari en allir þetta útþvælda og skítuga einkagróðabrall LÍÚ-samherjanna, skinneyinga og kaupfélagsstjórans á Sauðárkróki. Og afraksturinn af þorskinum, síldinni, makrílnum, karfanum og öðrum nytjafiski myndi renna beint og milliliðalaust til eigenda sinna, þjóðarinnar.

Núverandi útgerðaraðall væri um leið vistaður á sambýli, þar sem læknar og gæsluliðar myndu fylgjast með þeim og hafa ofanaf fyrir þeim allan sólarhringinn. Þetta nauðsynlega sambýli yrði reist á Grímstöðum á Fjöllum fyrir fjármuni, sem gerðir væru upptækir hjá liðsmönnum LÍÚ og málaliðum þeirra á Alþingi, í sveitarstjórnum, háskólasamfélaginu og öðrum kvótavarðhundum.

Lifi minning stórmennisins, félaga Hugo Chavez um aldur og æfi.
mbl.is Útgerðarmenn vonsviknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband