Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju ,,Hinir síungu." Til hamingju. - En næsta ár heimta ég að komast á bæjarlitamannalaun

Það minnsta sem maður getur gert á þessum þjóðhátíðardegi er að óska listamönnumum, sveitungum mínun, ,,Hinum síungu" til hamingju með verðskuldaða útnefningu sem bæjarlistarmenn Snæfellsbæjar.  Þó bítlahljómsveitin ,,Hinir síungu" státi af hæsta meðalaldri bítlahljómsveita í Evrópu, þá hefur hún aldrei verið betri og vinsælli. Geri aðrir betur sem yngri eru!

Að sjálfsögðu hef ég, eins og aðrir bæjarbúar, átt góð samskifti við áhöfn ,,Hinna síungu: Má þar af handahófi  nefna, að einn þeira keyrði mig heilan vetur, alla daga nema sunnudaga, í skóla, þar eð vel meinandi fólk fékk þá flugu í höfuðið, að hægt að troða einhverju námsefni inní hausinn á mér, sem var auðvitað mesta firra; annar kenndi mér einn vetur, með betri árangri en hægt var að ætlast til, þá ég var skólasveinn í Barnaskóla Ólafsvíkur; þriðji hefur smíðað fyrir mig allmarga glugga og með hinum fjórða sat ég fyrir margt löngu nokkrum sinnum fundi í bæjarstjórn Ólafsvíkur.

Varla þarf að taka fram, að meðlimir ,,Hinna síungur" eru langflestir það sem kallað er ,,góðir framsóknarmenn", en slíkt er af sumum talið hverri persónu fremur til lasts en af öðrum mesti kostur sem prýtt getur nokkurn mann. En það verur víst að hafa það hvernig bítlahljómsveitin Hinir sínungu eru stemmdir í pólitík, - enginn er með öllu gallalaus í henni veröld og ekki verður á allt kosið.

skrattaskrifUm leið og ég ítreka hamingjuóskir mínar til minna kæru síungu sveitunga, vil ég af mestu hófsemd og lítillæti mælast til að mér sjálfum verði veittur titillinn ,,bæjarlistamaður Snæfellsbæjar" á næsta ári fyrir ötul, göfug og gefandi bloggstörf mín undanfarin ár. Ekki verður því neitað að Bloggskrif eru list, sem verðaskulda stóran staf, og með það í huga ætti að vera auðvelt fyrir nefndina, sem sér um útnefningu bæjarlistamanna, að setja mig á bæjarlistamannalaun næsta ár. Amen.
mbl.is Hinir síungu bæjarlistamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband