Leita í fréttum mbl.is

Það mun renna upp fyrir aumingja blessaðri manneskjunni.

xd10_1226179.jpgAð aumingja blessuð manneskjan, Margrét Friðriksdóttir skólameistari, skuli láta frú Ingveldi, Máríu Borgargagn og Indriða Handreð etja sér í slag við Manna smábæjarstjóra, er sannarlega þyngra að horfa uppá en tárum taki. Þeim, sem ana að undirlagi forhertra eiginhagsmunaseggja út í blint foraðið, er allsekki sjálfrátt, það vita allis þeir sem bein hafa í nefinu. Og að ein háborgaraleg glimmerpía ætli að ata sig aur og öðrum óþrifnaði í pólitísku plotti, er í raun og sannleika eitthvað sem hægt er að hlægja endalaust að.

En verði frú Margréti að góðu, hennar er valið hversu sem það er galið. Og þegar hún verður dregin hálfdauð uppúr forarvilpunni, með slitna brynju og sundrað sverð og útmökuð af sjálfstæðisflokksseyru, mun það renna upp fyrir henni að betra er að vera bara skólameistari en lítilsigldur bæjarstjóri í Kópavogi.
mbl.is Sækist eftir bæjarstjórastólnum í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband