Leita í fréttum mbl.is

Af er nú rá og reiði, rórhús, lúgarskappi og sitthvað fleira. Amen

images_1235168.jpgÞeir eru stórir og hræðilegir brotsjóirnir sem ríða yfir Gunnsa í Krossinum þessa dagana og hafrótið slíkt kringum hann að af er rá og reiði, rórhús og lúgarskappi, svo notaðar séu líkingar úr sjómannamáli. - ,,Og allt var það út af einni urt, sem óx í skjóli en var rifin burt," eins og segir í kvæði eftir Guðbjörn Jónsson frá Sumarhúsum. Aðrir kjósa að lýsa hrakförum Gunnsa með þeim orðum: ,,að af séu nú allir fætur kappans" og bæta við að ekki sé eftirsjón af því dóti.

Hinn æruprýddi sóknarprestur og prófastur, síra Baldvin, lenti eitt árið í því að galinn kvenvargur sakaði hann um að hafa haft í frammi við sig þessháttar óeðli að nú væri hún orðin ólétt. Þessum óhuggulega áburði svaraði síra Baldvin, því hann er óumdeilt heilagur maður, með því að bannfæra hina illa skapiförnu konu úr prédíkunarstólnum hátíarguðsþjónustu á jólum. Þegar hann hafði lýst bannfæringunni á hendur henni með skyldugri áréttingu á því að hún fengi hvorki yfirsöng né legstað í vígðri mold þá hún væri dauð því að sál hennar færi Djöflinum á vald í Helvíti, bætti hann við þeirri frómu ósk til Drottins Alsherjar, að hann sæi til þess að umrædd kvensa fengi að búa við viðstöðulausan krónískan niðurgang allt til æviloka. Og Drottinn Alsherjar bænheyrði dyggann þjón sinn. Aldarfjórðungi síðar andaðist þessi kona, og lét síra Baldvin urða lík hennar þar sem heitir í Þrælaskriðum.

En þar eð Gunnsi er að sama skapi lítt heilagur og síra Baldvin er mikið heilagur, er hætt við að svo fari fyrir þessum annálaða krossfara og konukindinni sem hinn síðarnefndi bannfærði.
mbl.is Máttu hvorki mála sig né fara í sund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ekki hægt að orða þetta betur og sannleikurinn er stundum oft húmornum sterkari

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 21.5.2014 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband