Leita í fréttum mbl.is

Einkennileg gamansemi leiðindastéttarinnar

fool1.jpgSem betur fer má nú ljóst vera að hinn einkennilegi húmor sem ríkti í borgarstjórn Reykjavíkur er ekki með öllu á bak og burt með brotthvarfi sjálfs erkignarrsins. Að gjöra frú Sóley Tomm fýlí-romm-bomm-bomm að forseta borgarstjórnar sýnir gamansemi á þann klunnalegan hátt sem maður sér einungis í ofurkjánlegum amrískum bíómyndum. Það verður áreiðanlega ansi kómískt þegar hinn nýji forseti borgarstjórnar fer að skrækja í krafti embættis síns og áunnum efrimillistéttarfémínísma á óbreytta borgarfulltrúa og skipa þeim að haga sér skikkanlega, tala slétt og fellt og vera ekki með neitt bévítis moskufordómakjaftæði.

Nú er það svo, að í borgarstjórn Reykjavíkur hafa valist einhverjir leiðinlegustu einstaklingar sem völ er á innan borgarmarkana, svo segja má að spaugilegt útspil þeirra með Sóley í forsetastólinn kemur verulega á óvart. Á móti kemur, að veslings fólkinu er ekki sjálfrátt, þannig að þetta gráa gaman er ekki meðvitað og skipulagt, heldur er þarna um að ræða skæra birtingarmynd lágkúrulegar hægrimennsku borgarastéttarinnar, verulega klígjandi og framúr hófi uppskafningslega.

Að lokum má geta þess, að á síðustu 20 átum eða svo, hefur últraleiðinlegu fólki fjölgað svo á Alþingi og í sveitarstjórnum að til stórhörmungar má telja. Litlausir lukkuriddarar haf streymt inní þessar stofnanir eins og lúsaplága í matjurtagarð og tekist að fordjarfa flestu sem þeir hafa komist í tæri við. Og til að kóróna skepnuskapinn hafa hinir hlutdrægu og innihaldsrýru fjölmiðlar nútímans tekið sér fyrir hendur að skjóta skjólshúsi yfir hinn ógeðuga leiðindalýð sem tröllríður öllum stjórnmálum nú um stundir á Íslandi.
mbl.is Sóley forseti borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband