Leita í fréttum mbl.is

Forsenda góðs réttarkerfis og óhjákvæmilegs réttlætis

GlæpamennAuðvitað er Sverrir dómari allsekki vanhæfur til að dæma í máli þar sem bróðir hans, Ólafur Ólafsson stórbóndi, útgerðarmaður og framsóknarmaður að Miðhrauni I er aðili að. Það er einmitt forsenda góðs réttarkerfis og óhjákvæmilegs réttlætis, að vænir menn og velsettir eigi góða að í hópi dómara og séu til dæmis ekki dæmdir í fangelsi uppá blávatn og svartabrauð fyrir aungvar sakir eða tæknileg álitamál. Svo það er í góðu að einn stórbóndi og samskipamiðlari eigi sterkan frændgarð innan dómarastéttarinnar.

Sérstakur saksóknari á heldur ekkert með að vera að básúna yfir landslýð hverjir á sakamannabekknum eru skyldir hverjum í dómarasætunum; þessháttar framferði veikir samfélagsins góðan skikk og grefur undan nauðsynlegri stjórnskipan. Við þessum óláns kjafthætti sérstaka saksóknarans verður ríkisstjórnin að bregðast með því að setja hann af nú þegar.

Ég trúi ekki að þjóðin sé svo illa gerð og andstyggileg, að hún vilji umfram annað sjá sína bestu syni og dætur bak við lás og slá innan um hroðalega glæpamenn. Fangelsin eru ekki fyrir Ólaf Ólafsson stórbónda og hans líka, þau eru fyrir snærisþjófa, slagsmálhunda og dópsprúttara. Þetta verðum við að muna um leið og við gáum að Guði.
mbl.is Hefði ekki átt að fara í fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Það er nú búið að koma margoft fram að Ólafur bróðir hans var alls ekki á sakamannabekk í þessu máli. Hann tengdist þessu máli ekki beint á nokkurn hátt.

Hitt er annað að þessi hrunsmál eru ekki alls óskyld því niðurstaða í einu máli getur haft áhrif á niðurstöu í öðru. Fordæamisgildi dóms í einu máli getur haft áhrif á niðurstöðu í öðru og því finnst mér það ekki sjálfgefið að hann hafi ekki verið vanhæfur.

Landfari, 12.6.2014 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband