Leita í fréttum mbl.is

Hreindýraveiðimenn og klerkurinn í þokunni

hreinJæja, þá getur síra Davíð Þór hafist handa við að troða sér í hempupokann og farið að skvampast um blárnar á Austurlandi, umvafinn svataþoku og aungvann til að sálusorga nema sjálfan sig. En máske tekst þessum nýupprisna íslenska Frans frá Asissi að finna sig í mýrarfenjunum þar eystra og ef heppnin er með, að frelsa fáeina snjótittlinga og hrossagauka frá syndsamlegu nautna- og óreiðulíferni.

Hræddastur er ég þó um, að drukknir hreindýraveiðimenn gætu átt það til, að beina vopnum sínum að hans heilagleika, ef þeir koma auga á hann gegnum ölvímuna og þokuna. Það væri víst sjón að sjá rottimbraðann og illa afréttaðann hreindýrajagara koma glaðhlakkalegan til byggða að morgni dags með veiði sína í pokaklerkslíki í eftirdragi. Væri líklegt, að annar eins fengur í einni veiðiferð hafi ekki sést austur þar síðan kolludráp lagðis af þar um slóðir fyrir margt löngu.
mbl.is Davíð Þór Jónsson verður prestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband