Leita í fréttum mbl.is

Uppskeruveisla og upprisuhátíð á besta heimili í bænum

fall2.jpgMerkilegt jukk þessir dómstólaskrattar sem við höfum hér á landi. Ekki flökrar þeim við að dæma Odd Hrafn Stefán í fangelsisvist og hræddur er ég um, að fulli kallinn, sem braut flöskurnar á barnum og stal koníkasflöskunni, svo ekki yrði of bráður endir á fylliríinu, fái aldeilis að kenna á því Hrauninu í hlekkjum og uppá vatn og brauð. En Sigurjón stjörnubánkustjóra, og það slekti allt, þora þeir ekki að dæma í svartholið. Sennilega finnst dómstólapjökkunum Sigurjón líka vera svo viðulegur fulltrúi yfirstéttarinnar, að ekki sé forsvaranlegt að varpa honum í dýflissu með snærisþjófum og nauðgurðum.

En það er af Sigurjóni stjörnubánkustjóra síðast að frétta, að hann hélt þegar, ásamt með lögmenninu Sigurði gjé, á fund frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar að heimili þeirra hjóna. Þar vóru opnaðar margar koníaksflöskur, gull étið og klippt, og sungnir níðsöngvar um Karl Marx, félaga Kastró og helvítið hann Kiljan. Brynjar Vondalykt og Óli Apaköttur skemmtu gestum með afturendasprelli og Máría Borgargagn blés sápukúlum eftir að Truggi Fokk laumaði uppþvottalegi í koníakið hennar. Þetta var semsagt allt í senn: Uppskeruveisla, upprisuhátíð og yfirstéttarleg menningarsamkoma af bestu gerð og minnti á hina dásamlegu daga, áður en einhverjum illa örtuðum kvikindum og svínum hugkvæmdist að setja þennan ekkisens sérstaka saksóknara á laggirnar.
mbl.is Krummi dæmdur í skilorðsbundið fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha :-)

Níels A. Ársælsson., 21.10.2014 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband