Leita í fréttum mbl.is

Ótti þeirra var á rökum reistur

_gust_a_motmaela.jpgÞað er ekki laust við að arðránslýðurinn, sem stendur að núverandi ríkisstjórn, hafi fengið hnút í vömbina og skjálfta hnjákollana um helgina þegar ljóst varð að mótmæli, sem boðað var til á facebook gætu orðið allfjölmenn. Umræddur yfirgangslýður fékk nefnilega á tilfinninguna, að sauðsvartur almúginn væri strax búinn að sjá í gegnum öll frjálshyggju dörtítrix ríkisstjórnarinnar, sem gæti gert það að verkum að fólkið á götunni kynni setja auðvaldsdólgunum stólinn fyrir dyrnar og jafnvel reka þá eins og illa þefjandi kleprahvolpa frá völdum. Þessvega sendu ríkisstjórnarflokkarnir hvor sína búrtík fram á stjá til að glefsa í almenning og gera lítið úr mótmælunum.

Nú er komið á daginn, að ótti burgeisastéttarinnar og þeirra aftaníossa var á rökum reistur, það sannar fjölmennið á fundinum og fylgishrun ríkisstjórnarinnar í könnunum.

Og þetta er aðeins fyrsti fundurinn. Þeir verða fleiri. Og ef til vill verða þeir svo margir og fjölmennir, að hin alræmdu samtök, sem að ríkisstjórninni standa, verða að hrökklast út stjórnarráðinu með öllum þeim skít og allri þeirri skömm, sem þessu ólánsliði hefur tekist að kasta í samfélagið á ferli sínum.
mbl.is „Gyrðið upp buxurnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Ég hlustaði á Svavar Knút í fréttunum og hann leyfði sér að segja að núverandi ríkisstjórn sýndi hroka, þótt hann hafi verið svo illa máli farinn að erfitt var að skilja hvað hann var að fara.

En mesti andskotans hroki sem ég hef nokkurn tíma upplifað var sýndur af hálfu pólítísku dugleysingjanna Jóhönnu Sig. og Steingríms J., sem tröllriðu íslenzku þjóðfélagi á 4 myrkustu árum lýðveldisins og gengu næstum að því dauðu.

En eins og Sigmundur Davíð sagði, þá voru þeir mótmælendur, sem ekki voru tónlistarkennarar, að mótmæla því að landráðaliðið (Samf. og VG) væri ekki lengur við völd.

Aztec, 3.11.2014 kl. 19:23

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Svavar Knútur var ekki fyrr horfinn af skjánum þegar forsætisráðherra burgeisastéttarinnar birtist og hélt áfram með hroka, skæting og dekurbarnakjaft. Það gæti vel farið svo, að þessu óskabarni framsóknarklíkunnar verði hált á þessari framkomu og derringi.

Það sem býr að baki þessum mótmælum er ekki verkfall tónlistarkennara eða óánægja einhverra sem eru ekki sáttir með að ,,þeirra flokkur" sé ekki í stjórn. Það sem gerir að verkum, að mótmæli, nánast uppúr þurru, hafi verið svo fjölmenn, er grunur, eða jafnvel vissa, um að ríkisstjórnin ætli sér að eyðileggja samfélagið enn frekar á altari öfgahægrihyggju, frjálshyggju og almenns fábjánaháttar.

Hafi þér þótt árin 4 sem Jóhönnustjórnin var við völd myrk, Aztec, þá geri ég ráð fyrir að þú vitir hvernig á myrkrinu stóð.

Jóhannes Ragnarsson, 3.11.2014 kl. 19:39

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það sem er að baki þessum mótmælum... "allskonar".

Raunin myndi ég telja er að fólki finnst ekki nægilega hratt upp byggt af því sem dregið var í forina á síðasta kjörtímabili, þ.á.m. heilbrigðisstéttin og löggæsla.

Þá verður aftur að spyrja á móti..."hvað er nægjanlega hratt" þá og "eru allir sammála um hvar á að byrja".

Meðan að mótmælt er "allskonar" er það nákvæmlega og ofureinfalt stefnulaust og ekki svo ósvipað því að mótmæla því að bátur reki stefnulaust og þó án þess að ætlast til þess að nokkur liggi niður ár eða stýri.

Vita verður hvað, hvenær, hvernig og ekki minnst fyrir hvaða fjármagn áður en risið er upp og mótmælt "bara..aþþíbara".

Óskar Guðmundsson, 3.11.2014 kl. 22:22

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið vildi ég hafa verið þarna og mótmælt. Ég var í fyrstu hlynnt þessari ríkisstjórn, ekki af því að ég vissi ekki hvernig hún er sköpuð, en hélt satt að segja að fyrri mótmæli ómuðu í þeirra huga, og að þeir myndur "haga sér". En þetta er allt á sömu bókina lært, og gömlu taktarnir sem maður óttaðist svo mjög eru að koma fram. Þeir elta peningana eins og þefgóður rakki, fyrsta höggið var að taka af gjald sjávarútgerðanna. Þeir fá nú sína blóðpeninga þannig að allt annað leggst í dróma. Fjandinn hirði þennan fjórflokk, já ég segi og skrifa fjórflokk, því það er sama rassgatið undir þeim öllum, sem snýst um að halda völdum og hygla þeim sem gefa mest í kosningasjóðina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2014 kl. 22:36

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Fólk er m.a. hrætt við, að ríkisstjórnin hafi í hyggju að eyðileggja samfélagið enn frekar með einkavæðingargambli, frjálshyggjukreddum og fasisma og það ekki af ástæðulausu. Merkin um þann viðbjóð allan eru allskonar, frá auðvirðilegum lekum og lygi uppí markvissa árás á grunnstoðir og grunngildi þjóðfélagsins.

Þú hlýtur að gera þér grein fyrir því, Óskar, að það var ekkert dregið í forina á síðasta kjörtímabili, það var allt komið í auðvaldsfjóshauginn áður er það hófst. Það sem síðasta ríkisstjórn sveikst um, var að ganga milli bols og höfuðs á skaðvöldunum.

Jóhannes Ragnarsson, 3.11.2014 kl. 22:36

6 Smámynd: Aztec

Það er rétt, Ásthildur, og aldrei hef ég fimmflokkinn kosið. En það er kaldhæðnislegt, að það er ógæfuvinstristjórnin sem kom þessari stjórn á koppinn með því að gera allt rangt. Aldrei hef ég upplifað aðra eins fávita og ráðherra helferðarstjórnar Jóhönnu. Þau þurftu ekki að gera neitt mikið, þau þurftu bara að gera rétta hluti til að vinna kosningarnar aftur. En svona snýst þetta fram og tilbaka. Hver ómögulega ríkisstjórnin á fætur annarri. En það er sama hvað þessi ríkisstjórn er slæm, hún verður aldrei eins léleg og dug- og hugleysingjastjórn andskotans, sem var við völd á myrkraárunum 2009 - 2013 þegar aldrei sást til sólar því að helferðarstjórnin, þessi hækja auðvaldsins, gerði í því að dýpka kreppuna enn meira fyrir alla aðra en elítuna.

Aztec, 4.11.2014 kl. 01:05

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Því miður hefur þú rétt fyrir því Aztek að afglöp fyrri ríkisstjórnar voru eitt risaskref til andskotans og takk fyrir að tala um fimmflokkinn, ég var að vísu með þennan fimmta í huganum, en lét hann fylgja með velferðarstjórninni, því vissulega er hann ekkert annað en smá jakabrot af henni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2014 kl. 10:40

8 Smámynd: Aztec

Þótt ég hafi kosið Borgaraflokkinn árið 2009, þá ber ég enga ábyrgð á Hreyfingunni, sem sveik málstaðinn og skildi Borgaraflokkinn eftir í sárum. Að vísu var Þór Saari ekkert slæmur en hin þrjú voru svikarar. Svo að rétt er að ég hef aldrei kosið fimmflokkinn og að sjálfsögðu aldrei fjórflokkinn, hvorki þá sem eru á þingi né fyrirrennara þeirra. Og eftir að Píratar komust á þing get ég stært mig af því að hafa heldur ekki kosið þá, en það gerði dóttir mín, enda er hún ung að árum og blaut á bak við eyrun.

laughing

Áhöld eru um það hvort kalla ætti Hreyfinguna sálugu eða BF fimmta flokkinn, en ég veit það að eftir hörmungar síðustu 6 árin, þá hefur meirihluti kjósenda engan fulltrúa á þingi og mun ekki eiga neinn fulltrúa í framboði meðan það vantar alveg stjórnmálaflokka sem gera eitthvað gagn.

À propos fimmflokkinn þá er til hugtakið fimmta herdeildin (da.: femte kolonne), sem táknar stjórmálaafl eða aðila sem vinna gagngert gegn hagsmunum þjóðar sinnar. Svo að þannig séð mætti kalla alla flokka á Alþingi fimmtu herdeildirnar.   

Aztec, 4.11.2014 kl. 17:57

9 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Aztec, saga Borgarahreyfingarinnar, Hreyfingarinnar, Pírata og Bjartrar framtíðar, er saga moldryks sem kapítalísk sinnuðu fólki tókst að þyrla upp til að villa fólki sýn. Það er margt ópíumið fyrir fólkið.

Jóhannes Ragnarsson, 4.11.2014 kl. 18:48

10 Smámynd: Aztec

Þú gleymdir að telja með VG, sem sveik alþýðuna. VG var ópíum blandað með blásýru og ebólu. Mér finnst satt að segja, Jóhannes, að þú ættir að segja skilið við VG og stofna þinn eigin flokk á vinstrivængnum án þess að hafa kommúnista með. Frú Ingveldur gæti orðið fyrsta á framboðslistanum. Ég er viss um að flokkurinn þinn fengi brautargengi ef þú passar það að hafa aðeins grasrótina með, því að núverandi vinstriflokkar á þingi gefa skít í alþýðuna. 

Aztec, 5.11.2014 kl. 10:30

11 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Aztec, ég var einn af þeim sem stóðu að stofun VG á sínum tíma. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið. Það eru nokkur ár síðan ég sagði mig úr VG og ekki að ástæðulausu. Þá var orðið ljóst, að forysta flokksins hafði svikið flest, ef ekki allt, sem um var talað við stofnun hans, sveigt hann langt til hægri og gert hann að apparati sem gæti auðveldlega farið í ríkisstjórn með hverjum sem er. Að þessu leyti má alveg segja, að VG hafi virkað eins og ópíum á a.m.k. vinstrisinnað fólk, sem trúir ekki enn að það hafi verið svikið og að forystusauðirnir séu einvala lið loddara, sem eru meira og minna hægrisinnaðir.

Hvað frú Ingveldi varðar, þá er hún góð og gegn sjálfstæðisflokkskona og róttæk sem slík. Af þeim sökum tel ég mjög ólíklegt að hún myndi stofna með mér róttækan sósíalistískan flokk.

Jóhannes Ragnarsson, 5.11.2014 kl. 13:00

12 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

En Jói, man ég það ekki rétt að þú sért einmitt félagi í róttækum sósíalískum flokki?

Vésteinn Valgarðsson, 17.11.2014 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband