Leita í fréttum mbl.is

Sigur í Snæfellsbæ - íhaldið fær á kjaftinn.

Í gær var kveðinn upp dómur í máli sem BSRB höfðaði gegn Snæfellsbæ vegna trúnaðarmanns sem sagt hafði verið upp störfum hjá bænum. Trúnaðarmaðurinn starfaði við íþróttamannvirki sveitarfélagsins og var öllum starfsmönnum sagt upp að sögn vegna endurskipulagningar. Í kjölfarið voru síðan allir endurráðnir nema trúnaðarmaðurinn á staðnum. Dómsniðurstaða varð sú að uppsögnin hafi verið ólögmæt og einnig það að trúnaðarmaðurinn var ekki endurráðinn. Fallist var á að stefndi beri skaðabótaábyrgð gagnvart stefnanda. Að öllum atvikum virtum verður jafnframt talið að með ákvörðunum stefnda hafi verið vegið að æru stefnanda og persónu á þann veg að stefndi hafi fellt á sig skyldu til greiðslu miskabóta. Var krafa stefnanda á hendur stefnda því að öllu leyti tekin til greina.

Þá var Snæfellsbær dæmdur til að greiða 600.000 kr. í málskostnað. Gísli Hall hrl. flutti málið fyrir BSRB.

Það vita allir sem til þekkja, að með dómi Héraðsdóms Vesturlands, hefur íhaldsmeirihlutinn í Snæfellsbæ fengið á kjaftinn svo um munar. Ef allt væri með felldu, ættu helstu pótentátar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórninni, að segja þegar í stað af sér, slík eru verk þerirra, hroki og níðingsháttur í þessu umrædda máli. En það er víst borin von að þessir karlar skynji sinn vitjunartíma, að þeir séu öllu trausti rúnir, nema ef til vill hjá ofstækisfyllstu og heilaþvegnustu stuðningsmönnum sínum í Sjálfstæðisfélögunum í Snæfellsbæ. Það verður líka fróðlegt að vita hvort bæjarsnepillinn Jökull muni segja frá sigri baðvarðarins á íhaldselítunni í Snæfellsbæ, en snepill þessi varð sér skemmtilega til skammar, þegar ritstjórinn, sem er innvígður þjónn bæjaryfirvalda, neitaði að birta grein um málið eftir Ögmund Jónasson formann BSRB.

Því er svo við að bæta, að þegar dómur Héraðsdóms spurðist út í Snæfellsbæ, brugðust bæjarbúar við með því að senda þolandanum í málinu, konunni sem hafði Sjálfstæðishetjurnar undir, blóm og heillaóskaskeyti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góður.

Níels A. Ársælsson., 22.3.2007 kl. 18:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta hefur verið sætur sigur.  Og gott mál.  Réttlætið hefur náð fram að ganga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband