Leita í fréttum mbl.is

RÚV -bráðlega ohf.

Rétt í þessu var ég að lesa eftirfarandi pistil eftir starfsmann RÚV á heimasíðu Ögmundar Jónassonar alþingismanns og formanns BSRB, og satt að segja er ég orðlaus:

"MÉR VERÐUR ÓGLATT!

Sunnudags-Mogginn flytur forsíðuákall þeirra Páls Magnússonar, útvarpsstjóra og Óðins Jónssonar, fréttastjóra um sátt um Ríkisútvarpið. Upplýst hefur verið að þeir eru búnir að hækka launin við sig sjálfa – alla vega Páll, hinn bíður sennilega  knékrjúpandi  en vongóður. Búnir eru þeir að reka gamla og gegnumheila samstarfsmenn og nú biðja þeir um sátt um sjálfa sig! Ekki meiri óvissu um RÚV segja þeir! Ég er búinn að vera starfsmaður Ríkisútvarpsins alla mína ævi og er enn. Mér varð óglatt að heyra þetta lið tala, mennina sem sviku sína stofnun og ráku félaga sína úr starfi! Er ekki lágmarkskrafa að þeir þegi því ekki geri ég kröfu um að þeir skammist sín það þykist ég vita að þeir kunna ekki. Ég mun aldrei geta fyrirgefið hvernig gamlir starfsmenn RÚV hafa verið meðhöndlaðir, brottreknir eins og hundar  
Starfsmaður RÚV – bráðlega ohf."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Enron heilkenin !

Níels A. Ársælsson., 25.3.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband