Leita í fréttum mbl.is

Nei, svona lagað gengur ekki

kolb3.jpgÞað er mál manna í öryggisráðinu, að skjaldan hafi jafn leiðinlegur náungi skjögrað uppí ræðupúlt ráðsins og vikapiltur Kaupfélagsstjórans á Sauðárkróki. Enda gengu allir viðstaddir á dyr þegar vikapilturinn hafði malað í þrjár mínútur og fullkomlega var ljóst að nákvæmalega ekki neitt væri á þessum kúnstuga íslendingi að græða annað en eintóna leiðindaloðmullu.

Útganga öryggisráðsfulltúa var auðvitðað svekkjandi fyrir Gunnar Braga, því hann ætlaði að nota tækifærið og segja þingheimi frá gifturíka kaupfélagsstjóranum, Halldóri, Finni, Óla bónda og skipakóngi og Alfreð Þorsteinssyni. Frammi á gangi bættu þrjótarnir í öryggisráðinu um betur og baktöluðu blessaðann framsóknardrenginn frá Íslandi; spurðu hvað svona skemmtiatriði ætti að þýða og kolblár þjór inna úr Afríkuskógum vildi meina, að í þokkabót væri stæk fjósalykt af fyrirbærinu og hann kærði sig ekki um svona bölvaða framsóknarfýlu.

Afturámóti hlustaði Kolbeinn Kolbeinsson framsóknarmaður af athygli á alla ræðu Gunnars Braga í tölvunni sinni og varð ekki um sel. Undir lok ræðunnar rann hann eins og slytti úr stólnum og undir borð. Kolbeinn Kolbeinsson hafði nefnilega aldrei heyrt önnur eins firn í ræðulíki og þá mikið sagt. Og undir borðinu tautaði hann eftirfarandi kviðling ofaní hálsmálið á sér:

Hann Sveinki er oft með árans hrekki,
á eitri drap hann föður sinn,
og mamma hans sagði: ,,Sveinki minn,
nei, svona lagað gengur ekki."


mbl.is Gunnar Bragi ávarpaði öryggisráð SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Skrambi skemmtilegt - fyrsta setningin greip mig alveg og ég fór að hlæja. Þarf ekki allur heimurinn að vita af "gifturíka kaupfélagsstjóranum, Halldóri, Finni, Óla bónda og skipakóngi og Alfreð Þorsteinssyni", svo að ekki sé minnnst á "blessaðan framsóknardrenginn"?

Helgi Ingólfsson, 15.1.2015 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband