Leita í fréttum mbl.is

Athyglisverđ ferđamannţjónusta.

Sjö Íslendingar, sem sigldu međ Hofsósskipi í fyrrahaust, hafa ljóta sögu ađ segja af međferđ ţeirri, sem ţeir sćttu á hafinu af hálfu skipverja og einkum ţó skipstjórans, Buschs. Haf fimm ţeirra sent stjórninni í Kaupmannahöfn kćruskjal, stílađ til konungs sjálfs.

Skipiđ var átta eđa níu vikur á leiđinni til Kaupmannahafnar, og gerđi skipstjórinn sér hćgt um hönd og ţröngvađi farţegum sínum međ valdi til ţess ađ vinna öll sóđalegustu og erfiđustu verkin, sem fyrir komu á skipinum, enda ţótt ţeir vćru búnir ađ borga far sitt. Einnig voru ţeir látnir standa vörđ, jafnt dag sem nótt, alla leiđina.

Ţegar farţegarnir voru seinir til ţeirra verka, sem ţeim var skipađ ađ vinna, eđa fórst eitthvađ klaufalega, voru ţeir barđir í ofanálag á annađ, bćđi af skipstjóranum sjálfum og öđrum skipverjum, ýmist međ köđlum, trédrumbum eđa öđru, em hendi var nćst. Fyrir kom ţađ og, ađ ţeir voru dregnir á hárinu á ţann stađ, ţar sem skipstjóra leist ađ skipa ţeim til vinnu. Fylgdu ţessu ađ jafnađi hinar verstu hrokaskammir, formćlingar og svívirđingar um farţegana sjálfa og ţjóđ ţeirra.

Busch skipstjóri hefur svarađ kćru Íslendinga, og segir hann međal annars, ađ ţeir hafi hagađ sér eins og skepnur og ţví veriđ hćfastir til skítverka, sem skipverjar kveinkuđu sér viđ, ţar sem annarra ţjóđa menn séu ađ náttúrufari siđlegri en Íslendingar. (Febrúar 1785)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband