Leita í fréttum mbl.is

Áform um krossfestingu í Reykjavík í dag

kross1Það er fallegur og sannkristinn siður, hjá þeim þarna á Filippseyjum, að láta krossfesta sig á almannafæri að viðstöddu fjölmenni. Hinsvegar er sá ljóður á ráði hinna krossfestu, að þeim láist alveg, eftir því sem ég best veit, að láta kunningja sína að rista sig á kviðinn, en það mátti blessaður frelsarinn þola á Golagötuhæð, né heldur ganga þeir alla leið og gefa upp öndina á krossinum. Ónei, þegar nútíma krossfestingarnir á Filippseyjum eru orðnir leiðir á að hanga uppi og aðdáun áhorfenda hefir náð hámarki, þá stíga þessir jesúsar glottandi niður af krossinum og fá sér nautasteik og detta íða á eftir.

Nú í byrjun dymbilviku hófust umræður á heimili frú Ingveldar og Kolbeins um hvort ekki væri tilhlýðilegt af þeirra hálfu að láta krossfesta sig á föstudaginn langa og sýna með því umheiminum, að þau séu þess albúin að líða nokkuð fyrir syndir heimsins. Auk þess væri góð upplyfting í að krossfestast dálítið svo helvítis syndararnir fái séð hvað það er kveljast fyrir ljótar hugsanir þeirra, glæpi og ófélegar athafnir.

Það varð sem sagt úr, að Kolbeinn, með aðstoð Brynjars Vondulyktar og Indriða Handreðs, hóf smíðar á krossum í bílskúrnum. Frú Ingveldur og Máría Borgargagn fóru að undirbúa sig í að feta í fótspor Máríu Guðsmóður og Máríu Maggdalénu. Því miður samdist þeim frú Ingveldi og Borgargninu ekki um hvor þeirra ætti að leika Guðsmóðirina og hvor Maggdalénuna og fóru þær í hart við eldhúsborðið, sem lauk með slagsmálum. Þegar ljóst varð að hvorug þeirra gæti haft sigur og hvorug vildi láta undan, fóru þær saman útí bílskúr og tilkynntu smiðunum, að það yrði ekkert úr krossfestingum þetta árið. Þá höfðu Kolbeinn og félagar þegar fullklárað fjóra rammgera og fullboðlega krossa. Og af því að þar stóðu þau frammi fyrir óleysanlegu stórvandamáli, þá söguðu þau þrjá krossa niður í kubba, en þann fjórða reistu þau úti á lóð.

Að svo búnu fóru niðurbrytjuðu krossarnir á bálið í arninum, en þau hjónin og gestir þeirra settust við ylinn og hófu áfengis- og fíkniefnaneyslu. Og þau sammæltust um, að skyldi sá erkiskelmir, Óli Apaköttur, verða krossfestur á föstudaginn langa og ef það kvikindi léti ekki sjá sig í tæka tíð, þá skyldi endemið Vigga Sleggja á krossinn.


mbl.is Létu krossfesta sig í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband