Leita í fréttum mbl.is

Brátt draga heilög musteri vor dám af lastabælum

prost0_882310.jpgEftir yfirlestur þessarar dularfullu fréttar um predikun sambýlingana Jónu og Bjarna var ekki hægt að verjast þeirri hugsun, að næsta skref þeirra í drottins þjónustu verði að messa berrössuð, kviknakin, og klæmast á klámi um gjeirvörtubyltingu, brjóstabyltingu og neðanbeltisbyltingu sem ekki er prenthæft að nefna. Í kjölfarið fara musterin að drag dám af afbragsstöðum eins og Goldfinger og Strawberrís og einkennilega innréttuðu og drykkfelldu neftóbakskallarnir verða fastagestir á fremstu bekkjunum við opinberar guðsþjónustur. Þá held ég Drottinn Alsherjar verði glaður og góður og hætti að senda ekkisens lægðirnar á landið okkar með fárviðrisrokum og úrkomu.

prestkona2Þá var annað uppi á teningnum hjá síra Baldvini er hann söng páskamessu sína í Birkivallarkirkju. Hann lagði útaf krossfestinunni og upprisunni eins og heilagur maður með köllun, en ekki eins og galgopi sem sogast hefur inní hringiðu klámkjaftæðis og gjéirvörtubyltinga. Síra Baldvin hóf nefnilega páskapredíkun sína með því að minna á, að Þjóðkirkjan væri orðin að leiðum og ljótum kjaftaklúbbi, eftir að prestvígslur, jafnvel byskubsvígkslur, á kvenmönnum tóku að tíðkast. Þá væru ungprestar, karlkyns, gjörsamlega trúlausir sprellikarlar og flautaþyrlar, sem vildu gera helgidóminn að einhverskonar hafnarknæpum og lastabælum.

pre1Í lok tölu sinnar yfir guðhræddum söfnuðinum, gerði síra Baldvin grein fyrir nauðsyn þess að Þjóðkirkjan taki upp bannfæringar og krossfestingar til að sýna vantrúarhyski, saurlífisseggjum og guðlösturunum í tvo heimana. Sjálfur hefði hann, fyrir allnokkrum árum, endurlífgað og innleitt bannfæringuna við þjónustustörf sín, og hann væri nú þegar búinn að bannfæra vel á sjötta tug manna og kvenna í prestakallinu. Sumir hefðu sannarlega betrast við bannfæringuna og komið á hans fund skríðandi á fjórum fótum. Aðrir væru forhertir í illmennsku sinni og djöfullegum siðvenjum, enda væru allnokkrir þeirra nú þegar dauðir og farnir til Helvítis, en hræin af þeim dysjuð utangarðs eins og líkamir hverra annarra melrakka og dýrbíta.


mbl.is Krossfesting Jesú hefndarklám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband