Leita í fréttum mbl.is

Kaupmáttaraukning verkafólks???

Ég verð að segja eins og er, að mér finnast þessar tölur um kaupmáttaraukningu eitthvað grunsamlegar. Ég þykist þó vita að ýmsir hópar innan þjóðfélagsins hafa sópað til sín heilmikilum tekjum á síðustu árum, en aðrir setið eftir. Verkafólk hefur ekki riðið feitum hesti frá þessari miklu kaupmáttaraukningu, svo mikið er víst og ekki að sjá að þar verði breyting á næstu árin. Stjórnmálaflokkarnir, m.a. þeir sem segja vera vinstriflokkar, hafa blessunarlega gleymt því að til er verkafólk á Íslandi og það í tugþúsundatali. Fálæti vinstriflokkanna í þessum efnum er bæði ömurleg og ósvífin og hreinlega óskiljanleg. Heildarsamtök verkafólks, Starfsgreinasamband Íslands, virðist í þokkabót vera heldur betur steindautt og tröllum gefið; a.m.k. er maður  gjörsamlega hættur að heyra eitt einasta múkk frá hundaklyfberunum sem kjörnir eru til að vera í forsvari fyrir verkafólk. Hvern sjálfann andskotann á verkafólk að vera að púkka upp á svona lið, skrifstofuelítu, sem hefur komið sér þægilega fyrir á kostnað verkafólks en virðist í leiðinni fjandans sama um kjör þeirra sem veita þeim vinnu? Meðan verkafólk situr eftir með sinn þrældóm einan og litla sem enga kaupmáttaraukningu, er engu líkara en forsvarsmenn þessa fólks hafi hlaupið í felur, eða eru þeir ef til vill dauðir?  
mbl.is Kaupmáttur jókst um 56% á áratug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband