Leita í fréttum mbl.is

Að myrða selaunga getur dregið hræðilegan dilk á eftir sér.

hundsbitÞá eru þeir búnir að deyða selkópinn í Húsdýragarðinum, þennan dásamlega selkóp sem varð eftirlæti svo til allra landsmanna á fáeinum klukkustundum. Hvað það er í mannssálinni, sem gerir það að verkum að menn drepa og eyðileggja þjóðargersemar, er oss ókunnugt um, en ljótt er það og satanískt og skammarlegt. Já. Og hin illu öfl í mannssálinni sáu um, að litli, sæti og duglegi selunginn, sem þjóðin elskaði, var myrtur af yfirlögðu ráði. Þessu kaldrifjaða og miskunarlausa morði mun þjóðin ekki gleyma, svo morðinginn má fara að gá að sér.

Þá er ekki óhugsandi, að selaunginn gangi aftur og ofsæki morðingja sinn í svefni og vöku. Margir óhugnalegir morðingar af sama tagi og sá er drap litla kópinn í Húsdýragarðinum hafa sætt þeirri óhamingju í kjölfar morða sinna, að fórnarlömbin hafa gengið aftur og gengið frá morðingja sínum. Skotmaður nokkur í sláturhúsi á Suðurlandi vaknaði upp um miðja nótt, skömmu eftir að sláturtíð lauk, við að heil hjörð fórnarlamba hans var komin inní íbúð hans, jarmandi, hneggjandi og baulandi. Um morguninn var þessi sláturhússböðul færður í böndum inná sjúkrahúsið að Kleppi og þar verður hann geymdur í hundabúri uns yfir lýkur.

Svo var það maðurinn sem myrti úlfhund nágranna síns með einu dauðaskoti af löngu færi með hreindýrariffli, sá hélt nú að hann væri laus allra mála þá hefndin var í höfn. Úlfhundurinn hafði, af sínu dýrlega óþverraeðli, sér til sakar unnið að bíta konu morðingjans í innanvert og ofanvert hægra læri hennar, snúið uppá og rífið útúr. En nóttina eftir að hundurinn fékk hreindýrskúluna í kollinn, heimsókti hann morðingja sinn, grimmari og hroðalegri en hann hafði nokkru sinni verið í lifanda lífi. Og á hverri nóttu í heila viku ruddist vargurinn afturgenginn inní svefnskála morðingjans með stigvaxandi urri og glefsi. Morðinginn sá af hyggjuviti sínu, að ásóknum þessum myndi ekki ljúka nema á einn veg: Að draughundurinn myndi rífa hann í tætlur og drepa. Þessvegna hugkvæmdist honum, að verða á undan hundinum og því hengdi hann sig í kyndingarkompunni í dagrenningu. Hló morðingjanum hugur í brjósti er hann smeygði snörunni um hálsinn á sér, því hann vissi að það yrðu hundskrímslinu mikil vonbrigði er hann kæmi í heimsókn næstu nótt og gripi í tómt.


mbl.is Selkópnum lógað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband