Leita í fréttum mbl.is

Loksins, loksins VG.

Lokins heyrir maður eitthvað frá VG varðandi verkafólk í kosningabaráttunni, að vísu um afmarkaðan hóp verkamanna sem, samkvæmt fréttu, býr við hin herfilegustu skilyrði. Ég vona að þessi samkennd VG með verkafólki sé ekki eingöngu sprottin út frá því að umræddir verkamenn starfa við Kárahnjúkavirkjun.

Eins og kunnugt er, hefur ,,vinstriflokkurinn" Vinstrihreyfingin - grænt framboð, verið býsna spar á að flíka verkalýðsáherslum en einbeitt sér þeim mun meir að dólgslegum femínisma og álbræðslumálum.

En Guð láti gott á vita.

  


mbl.is VG krefst opinberrar rannsóknar á aðbúnaði verkamanna við Kárahnjúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ekki VOTTAÐI fyrir umhyggju hjá sósíalistunum í Vinstri-grænum fyrir öllum
atvinnustörfunum í Straumsvík þegar þeir börðust gegn stækkunni þar.
Sósíalistanir í VG  eru fjandams sama hvort hér er atvinnu að hafa eða ekki.
Sósíalisminn hefur ÆTÍÐ reynst alþýðunni og launafólki verst, enda nærist
hann á eymd, volæði og KREPPU, nákvæmlega sem Vinstri-grænir stefna að.


Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.4.2007 kl. 13:28

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hvað er að Guðmundi Jónas, af hverju lætur hann svona kallinn ?

Níels A. Ársælsson., 28.4.2007 kl. 16:05

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hann er alltaf í banastuði hann Gvendur og gustar af honum eins og Víga-Styrr enda á flokkurinn hans svona heldur í vök að verjast.

Jóhannes Ragnarsson, 28.4.2007 kl. 16:54

4 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Hvernig fannst þér framjóðandi VG í NV-kjördæmi í framboðsþættinum á RÚV áðan?

Eggert Hjelm Herbertsson, 28.4.2007 kl. 17:10

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég sá ekki þáttinn því ég var á fjölmenningarhátíð í félagsheimilinu.

Stóð karlinn sig ekki skínandi vel?

Jóhannes Ragnarsson, 28.4.2007 kl. 17:16

6 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ég held að þú ættir að skoða þetta sjónvarpsefni......hann er ótrúlega slakur.

Eggert Hjelm Herbertsson, 28.4.2007 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband