Leita í fréttum mbl.is

Stjörnulögmađurinn veit hvađ hann syngur

polis1.jpgSveinn Andri Stjörnulögmađur vill ólmur reka Bigga löggu, vonandi samt ekki í gegn međ bjúghnífi eđa öđru bitjárni, og til vara, ef yfirstjórn lögreglunnar ţorir ekki ađ reka ţennan Bigga, ađ yfirstjórnin endasendi endemis drengnum útí horn og geymi hann ţar, helst í hlekkjum eđa gapastokki. Og Stjörnulögmađurinn veit nokk hvađ hann syngur og veit ađ á vissum stöđum er gert mikiđ međ ţađ sem hann segir. Honum var eitt sinn faliđ ađ einkavćđa strćtisvagnarekstur í Reykjavík, en ţađ fór nú eins og ţađ fór.

Ţađ hefir heldur ekki legiđ í láginni, ađ Sveinn Andri Stjörnulögmađur er í miklu áliti á heimili frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar, enda hefir hann veriđ heimagangur í ţeirra húsi um árabil. Vart ţar ađ taka fram, ađ frú Ingveldur og Kolbeinn styđja Stjörnulögmanninn heilshugar í stríđi hans viđ óartarslápinn Birgi varđstjóra. Ţau hjón bera nefnilega ţungan hug til Birgis og kenna honum um, ađ hafa stađiđ fyrir innrás lögreglunnar á heimili ţeirra. Og ekki nóg međ ţađ, heldur saka ţau innrásarliđiđ og varđstjórann Bigga um ađ hafa lekiđ ţví í sorprit hvernig ástatt var á heimili ţeirra ţá árásin var gerđ. Til ađ mynda birti sorprit eitt ógurlega frétt af ţví, ađ lögreglan hefđi leitt Kolbein húsbónda Kolbeinsson, Brynjar Vondulykt og Indriđa Handređ kviknakta uppađ nafla í handjárnum úr húsi; ennfremur ađ einn lögregluţjónninn hafi kallađ Máríu Borgargagn ,,helvítis pútu, sem réttast vćri ađ handtaka líka og kćra fyrir ástundan vćndis"! Auk ţess kallađi ein löggrýlan frú Ingveldi einhverju viđbjóđslegu nafni og alhćfđi um hvatir hennar og kenndir; ţá lögreglu sló frú Ingveldur í rot. Rétt er ađ taka fram, ađ vegna ţessa rothöggs, heimtađi lögreglusveitin ađ fá ađ kćra frú Ingveldi fyrir brot gegn veldstjórninni og fyrir ađ hindra lögreglumenn í starfi, en á ćđri stöđum var ţeim sagt ađ halda kjafti og fara međ ţessa kćru sína til Andskotans, frú Ingveldur og Kolbeinn vćru ţessháttar fólk, ađ ekki kćmi til greina ađ kćra ţau, annađhvort eđa bćđi, og ţví síđur ađ dćma ţau á Kvíabryggju eins og vissa fjármálamólúkka af framsóknarkyni.

Og nú hafa frú Ingveldur, Kolbeinn og ţeirra fólk tekiđ upp ţéringar og segja ţér og yđur viđ hvert annađ. Ţađ telja ţau ţjóđlegt. Vitaskuld er forsćtisráđherrann búinn ađ taka ţennan siđ upp, ađ undirlagi Kolbeins, og ţérar nú menn og konur og heimilishundinn allt hvađ af tekur. 


mbl.is Vill láta reka Bigga löggu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband