Leita í fréttum mbl.is

Harmsaga skáldævisagnaritara

xd12.jpgGnarrelsið er sko aunginn smákall og munar ekki um að hafa endaskipti á einum léttvægum íþróttafréttamanni og fleygja honum eins og músarunga útum gliggann og langt útá götu. Gnarrelsinu er fleira til lista lagt: Hann sauð saman harmsögu ævi sinnar af ekki minni íþrótt en Jóhannes Birkiland. En þegar leið á lesturinn fór samtímafólk Gnarrelsisins að ókyrrast, og þegar því varð ljóst að hin sannsögulega harmsaga var einugis ófétisleg lygasaga dró Gnarrelsið í land og sagði þeim er hann hafði skrökvað uppá að þetta væri skáldævisaga og kvaðst ekki muna hvort upplifanir hans hefðu verið svona, hinsegin eða aungvann veginn.

En Gnarrelsið hefir afrekað fleira en að sparka Valtý Björni útá kaldann klakann: Um árabil hafði hann ofanaf fyrir sér með því að vera grínari án þess að vera skemmtilegur, eiginlega blátt áfram leiðinlegur, hvimleiður leiðindapési sem gerði út á upplifaða og sjálfhverfa skáldævisögulega harmsögu sína. Þegar skemmtilegheitunum lauk voru kjósendur í Reykjavík orðnir svo firrtir, blindir og mökkruglaðir og búnir að bíta í sig slíka sjálfseyðingarhvöt að þeir gerðu Gnarrelsið að borgarstjóra hjá sér. Að vísu var Gnarrelsið aldrei neinn borgarstjóri, varla einusinni ekkiborgarstjóri, en fékk borgarstjóralaun frá Reykjavíkurborg fyrir því. Aldrei gat hann svarað einu né neinu um málefni borgarstjórnar þegar fjölmiðlar fóru þess á leit við hann, þess í stað þruglaði hann uppúr sér einhverju holtaþokuþvogli sem hann hélt að væri fyndið, en áheyrendur gripu fyrir augu og eyru af fullkomnum kjánahrolli sem náði frá iljum og uppá hvirfil.

Í dag skammast sín allir fyrir að hafa kosið Gnarrelsið og bera fyrir sig minnisleysi ef á það er minnst. Að öllu samanlögðu má Valtýr Björn vera dálítið uppmeð sér fyrir að hafa verið vikið úr starfi af þessum konungi harmrænnar sjálfsævisögulegra leiðinda.


mbl.is Valtý Birni sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og nú lætur þessi hetja sér detta í huga að bjóða sig fram til forseta, ef til vill er það stærsta grínið hjá honum smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2015 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband