Leita í fréttum mbl.is

Uggvænleg hugdetta Bjarna og einnig hvar hann verður gestur í kvöld

xd6_1234649.jpgEkki geri ég mér fulla grein fyrir hvernig á því stendur, en staðreyndin er samt sú, að það er frámunalega leiðinlegt og innantómt að blogga við fréttir sem Bjarni Benediksson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er viðriðinn eða tengist á einhvern hátt. Ég hefi velt þessu sérstæða vandamáli dálítið fyrir mér en ekki komist að neinni vitrænni eða skynsamlegri niðurstöðu. Í tilfelli sem þessu er að sjálfsögðu óviðeigandi að hafa í frammi getgátur og því síður spuna með illkvittnislegu ívafi. Það eina sem hægt er að segja með fullri vissu er, að Bjarni Benediktsson er óskiljanlega óspennandi viðfangsefni.

Í meðfylgjandi frétt mbl.is, sem inniber viðtal við áður nefndan Bjarna Benediktsson, dettur eins og óvart úr útúr honum að hann telji það raunhæft að ríkissjóður beri engar hreinar skuldir innan tíu ára. Ekki er ég þeirrar skoðunnar að þessi hugdetta Bjarna sé á einhvern hátt fyndin og varla vitræn heldur. Þvert á móti vekja þessi orð fjármálaráðherra ugg ef ekki skelfingu, því, ef ég man rétt, þá hófst aðdragandinn að síðasta hruni með því að stjórnmálamenn og hagfræðilegir ofvitar fóru að tönglast á því að ríkissjóður stæði gríðarlega vel, skuldlaus og svínfeitur. Það vita víst flestir hvernig það tal endaði.

En í kvöld verður Bjarni Benediktsson fjámálaráðherra og sjálfstæðisflokksmaður gestur að heimili frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinsson skrifstofustjóra og framsóknarmanns. Þá mun koma í ljós úr hverju fjármálaráðherrann er raunverulega gerður. Ef þeim sæmdarhjónum og vinum þeirra tekst ekki að koma lífi í Bjarna og hefja hann uppúr hinum dularfullu leiðindum sem umlykja hann, þá er eins gott fyrir hann hafa bænirnar sínar á reiðum höndum og muna eftir að þakka Guði fyrir ef honum verður bara sparkað strax útúr húsi. Því aungrar miskunnar er að vænta af halfu sæmdarhjónanna frú Ingveldar og Kolbeinssonar og þeirra vina ef inn til þeirra slæðist hundleiðinleg persóna sem aungin leið er að tjónka við.


mbl.is Engar hreinar skuldir innan tíu ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bjarni passar sig á því að láta ekki fylgja sögunni að ástæðan fyrir því að útlit er fyrir að ríkissjóður verði brátt laus við skuldir vegna bankahrunsins, er vegna þess hversu vel hefur gengið að velta þeim yfir á heimilin í landinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.12.2015 kl. 14:26

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Enda væri óráðlegt af hans hálfu að viðurkenna að heimilin og fólkið í landinu hafi verið notuð til að létta aflétta afleiðingum frjálshyggjuruglsins fyrir Hrun af ríkissjóði. Það er mikið hagkvæmara fyrir hann að láta eins og þessi ósköp séu einungis ríkisstjórninni og Sjálfstæðiflokknum að þakka.

Í þessum töluðum orðum var ég að standa upp frá Kryddsíldarþætti Stöðvar 2. nær yfirbugaður af innantómu kjaftabullinu sem þar fór fram. Svo mikið er víst að ekki jókst álit mitt á íslenskum stjórnmálamönnum við að hlusta á þessi ósköp sem gengu á i þeim þætti. Þvert á móti býður mér enn meir við þessum andlegu fátæklingum. Það sem skrýtnast er að mínu mati við þessa ,,stjórmálaforingja" er sú furðulega staðreynd, að öll gætu þau auðveldlega verið í sama flokki, Sjálfstæðisflokknum.

Jóhannes Ragnarsson, 31.12.2015 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband