Leita í fréttum mbl.is

Áður voru ræningjar hengdir á kross en núna eru krossar hengdir á ræningja.

kross1Einhvern tíma sagði góður maður í tilefni af orðuveitingum, að áður fyrr hefðu ræningjar verið hengdir á kross en nú væru krossar hengdir á ræningja. Vart þarf að taka fram að sé er lét þessi orð falla fékk bágt fyrir, ekki síst hjá innstu koppum í búri borgarastéttarinnar. Síðan þetta gerðist hafa margar krossfestingar farið fram á stofugólfinu á Bessastöðum. Til að mynda hafa sæmdarhjónin frú Ingveldur og Kolbeinn Kolbeinsson bæði fengið stórriddarakrossinn í barminn og frú Ingveldur svo rækilega að nælan gekk inní geirvörtuna sem aftur leiddi til þess að frú Ingveldur frelsaði fyrrnefnda geirvörtu þar á miðju gólfinu við góðar undirtektir viðstaddra.

Í orðuveitingu dagsins í dag ber hæst riddarakross félaga Hjörleifs Guttormssonar, en hann er kanski sá eini í hópnum sem á skilið að bera þennan virðingarvott. Um aðra orðuhafa ætla ég að hafa sem fæst orð, en alltaf þykir mér þó heldur hlálegt þegar forsetinn heiðrar útsmogna arðræningja með nútímakrossfestingu.

En það voru fleiri en ræningjar hengdir á kross til forna. Eins og frægt er orðið þá tóku yfirvöld sig til fyrir um það bil 2000 árum og krossfestu einn mannkynsfrelsara, honum til varnaðar og öðrum til viðvörunnar. En þar eð fátt er um mannkynsfrelsara á Íslandi til að krossfesta ákvað Guðni Ágústsson og orðunefndin hans, að í stað mannkynsfrelsara væri gráupplagt að krossa Geirmund Valtýsson og Yrsu Sigurðardóttir. Ekki fer neinum sögum af því, að minnsta kosti ekki ennþá, að félaga Ólafi forseta hafa tekist jafn slysalega til þegar hann brá orðunálinni í Yrsu þegar hann nálaði frú Ingveldi á sínum tíma.  


mbl.is Ellefu fengu fálkaorðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Endurnýting á krossavitleysunni? Hringrás?

Sigurður bankakall var látin skila krossbirgðunum og settur á frítt fæði og húsnæði á Kvíabryggju í boði skattborgara. Og aðrir taka við krossábyrgðinni svikulu.

Kjánalegt!

Fátæklegt er það, að telja sig þurfa kerfisins spillingar-krossa á vegferð lífsins, til að upphefja sig niður.

Dæmisagan um Sigurð Einarsson bankastjóra ætti að duga til að fá fólk til að skila svikakerfisins krossa-ábyrgðunum hið snarata.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.1.2016 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband