Leita í fréttum mbl.is

Og öll séu fífl á skíðum

ingv25_1222523.jpgÍ ljóðinu ,,Borgin á bjarginu" eftir rithöfundinn og skáldið Þórberg Þórðarson frá Hala í Suðursveit standa þessar átakanlegur línur: ,,þó alltaf snjói endalaust / og öll séu fífl á skiðum." Í dag, daginn eftir að félagi Ólafur Ragnar Grímsson kunngerði þjóð sinni að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til endurkjörs, er aungvu líkara en að flest fíflin, þó ekki öll, hafi tekið fram skíðin sín og þeytist eins og Fjandinn sjálfur niður harðfennisbrekkur fjölmiðlanna í forsetaframboðshugleiðingum. Og eins og nærri má geta eru margir nefndir til sögunnar, sumir að lýsa yfir framboði sínu, aðrir að hugsa málið og enn aðrir að tilnefa hin og þessi finngálkn sem æskilega frambjóðendur. Öll er þessi umræða þunn og vitlaus, alveg eins og áður nefnd finngálkn.

Um einn mjög æskilegan frambjóðanda til forsetaembættisins hefur þó ekkert verið fjallað, ekki á hann minnst femur en hann væri ekki til. Þessi æskilegi frambjóðandi, sem álitsgjafar í fjölmiðlum hafa hundsað og þagað yfir eins og mannsmorði, er að sjálfsögðu frú Ingveldur, eiginkona Kolbeins Kolbeinssonar. Frú Ingveldi prýðir allt sem einn sannan og stórgáfaðan Íslending má prýða: Hún er frammákona í Sjálfstæðiflokknum, að því að henni líkar svo vel við sjálfstæðisstefnuna; framkvæmdasöm og áræðin svo af ber; höfðingi heim að sækja, gestrisin, eigingjörn og slóttug; afskaplega virk á kynferðissviðinu, drykkfelld, dópgjörn og nærbuxnalaus. 

Jóla- og áramótagleði hefir nú stanlaust staðið að heimili frú Ingveldar í nákvæmlega hálfan mánuð og er veislugnýrinn síst minni í dag en á fyrsta degi og engann bilbug að finna á húsmóðurinni, frú Ingveldi, en hún hefir líknað gestum og gangandi dag og nótt með afréttara þegar þeir hafa um það bil verið að rakna úr rotinu, hjálpa þeim að pissa, þrifið upp þegar þeir hafa kúkað framhjá salernisskálinni og síðast en ekki síst tekið Máríu Borgargagn með sér inní fataskáp til að leyfa henni að njóta ásta með sér. Þó að fátt sé hér til tekið af gullfallegum mannkostum og hæfileikum frú Ingveldar, þá ætti það sem nefnt er hér að nægja til fleyta henni á rennireið kjósenda beint inná Bessastaði og verða þar hvort tveggja í senn húsbóndi og húsmóðir um ókomin ár.


mbl.is Ástþór vongóður í þetta skiptið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Vanti frú Ingveldi meðmælanda, má ávallt hafa samband við undirritaðan. Eftir því sem best verður séð og ráðið af mannlýsingum, hefur enginn hinna þegar framkomnu frambjóðenda svomikið sem roð í frú Ingveldi. Aðra eins lesningu hefur sá er þetta ritar aldrei lesið fyrr. Það er deginum ljósara að Kolbeinn er vel giftur og óskandi að frú Ingveldur nái að smita kvenkostum sínum til hérlends kvenpenings, þá er hún, ásamt húsbandi sínu Kolbeini, tekur við lyklavöldunum að Bessastöðum.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.1.2016 kl. 22:38

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Frú Ingveldur verður kosin forseti í vor, annað nær ekki nokkurri átt.

Jóhannes Ragnarsson, 3.1.2016 kl. 00:45

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þetta er engin spurning Jóhannes.

Halldór Egill Guðnason, 3.1.2016 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband