Leita í fréttum mbl.is

Hænsnakofastemmning og kjúklingabragð í Vikulokum

fugl2Æji já, það var svo mikil hænsnakofastemmning í Vikulokunum hjá honum H. Seljan jr. að ég sá mér ekki annað fært en að taka útvarpstækið úr sambandi þegar hæst stóð í stönginni, enda heyrðist þá ekki mannsins mál fyrir grunsamlega hásum stunum, falsettuskríkjum og undarlega hvásandi hryglum. Yfir öllum þessum látum galaði H. Seljan jr. eins og óður hani sem á að fara leggja á höggstökkinn.

Það þarfa svosem aungvann að undra þótt allt færi úr böndunum í Vikulokunum miðað við mannskapinn sem Seljan ungi boðaði þangað. Þetta var nefnilega jafnvel verra en þegar ónefndur fyrrum utanríkisráðherra koma beint af hádegisbarnum í Silfrið hans Egils, sællar minningar. Því miður var áminnstur fyrrum utanríkisráðherra illa fjarri góðu gamni að þessu sinni, en óhætt er að segja að hann hefði sómt sér vel í tuski við þátttakendur Vikulokanna í morgun.

En þar eð mér blöskraði svo djöfulskapurinn sem H. Seljan jr. bauð uppá í Vikulokunum að þessu sinni að ég rauf sambandið við öll þau ósköp, þá hefi ég auðvitað ekki hugmynd um hvernig þessu hænsnakofahófi lauk, en eðli málsins samkvæmt hefir því ekki getað lokið nema á versta veg. En mér er sagt, eftir áreiðanlegum heimildum, að frú Ingveldur hafi sagt þegar þátturinn var á enda, að hún væri komin með kjúklingabragð í kjaftinn.


mbl.is „Eins og þetta sé þjóðaríþrótt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband