Leita í fréttum mbl.is

Heimtuðu búnt af eldspýtum

eldur2Þegar fréttin um bruna hælisleitendabyggingarinnar í Þýskalandi inná heimili frú Ingveldar og Kolbeins lustu allir viðstaddir upp svo gríðarlegu fagnaðaröskri að nágrannar í næstu húsum fylltust skelfingu og hrindu í lögregluna. Samkvæmt venju á sunnudagsmorgni var mannmargt á heimili Kolbeins og frú Ingveldar þannig að hávaðinn varð mikill þegar brennufréttin barst. Raunar lá Máría Borgargagn í öngviti um þetta leyti og rankaði ekki við sér fyrr en mestu fagnaðarlætin vóru um garð gengin og fór þá að leita að nærbuxum sínum, sem voru horfnar eins og jörðin hefði gleypt þær. Þegar lögreglan mætti á staðinn mátti hún sín lítils andspænis frú Ingveldi, Kolbeini og þeirra fólki og hvarf orðalaust á braut.

Og bálið í Þýskalandi gerði fleirum en frú Ingveldi og Kolbeini glatt í geði. Gömul nasistahjörtu, sem verið hafa í felum í hálfann eða heilann mannsaldur, slógu hraðar og kynþáttahatrið í blóðinu hitnaði. Þessu fólki þókti þetta góð tíðindi sem vissu á eitthvað enn betra. Víðsvegar skældust útlendingahatarar úta götur, sumir örvasa uppúr körinni, börðu sér á brjóst og kváðust vera þjóðlegir og þjóðhollir Íslendingar og sumir ráfuðu í næstu sjoppum sem var opin og heimtuðu að fá að kaupa búnt af eldspýtum. Einn heyrðist syngja: ,,Í dag er glatt í döprum hjörtum" en annar sást sparka í hund með þeim orðum að hann væri útlent helvítis kvikindi og ætti að fara til Andskotans.

Í tilefni dagsins tók frú Ingveldur upp mikinn landakút og bauð gestum, því fátt er þjóðlegra en að drekka íslenskt landabrugg þegar merkum tíðindum er fagnað. Síðan flutti Kolbeinn dálitla tölum um útlendan glæpalýð sem ætlaði sér að ná Íslandi undir sig með frekju og byggja hér moskur og önnur hryðjuverkahús útum allar þorpagrundir. Í lok ræðu sinnar bar Kolbeinn fram þá frómu ósk, að hann vildi að almættið, sjálfur Drottinn himins og jarðar, færði hingað inná stofugólfið einn bjúgnefjaðann sandnegra og múhámeðstrúarmann sem þau myndu kveikja í og brenna, sér til sannrar gleði og herðandi innblásturs. Auðvitað varð Drottin ekki við bæn Kolbeins því satt best að segja hefir faðir andanna megnustu skömm á útlendingahöturum, nasistum, Kolbeini, frú Ingveldi og öðru stórmenni af því kalíberi.


mbl.is Fögnuðu þegar húsið brann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband