Leita í fréttum mbl.is

Þegar hundarnir í sveitinni stofnuðu morðfélag

UrraÉg held maður muni helvítis varginn hann Snata sem fékk flesta hundana í sveitinni með sér í að gerast dýrbítar. Og ekki nóg með það því að á einu sumri lögðu þeir að velli að minnsta kosti 250 fjár, bæði dilka og fullorðnar skepnur. Auk þess narraði Snati heimskann hvolpsræfil til að hlaupa inní rammgera girðingu og slíta undan þarfanauti hreppsins með þeim afleiðingum að griðungurinn gjörtrylltist, hljóp niður girðinguna og tók sprettinn til sjávar og stökk fyrir sextugt bjarg og á haf út og sást aldregi meir. Fyrir athæfi sitt var hvolpurinn skotinn bak við fjáhúshlöðuna, Snata til ómældrar ánægju. Það var voðalegt ástandið í sveitinn þetta sumar og bændur við að bilast á sönsum fyrir fullt og fast.

Svo komst uppum hundaskrattana, alla nema Snata að sjálfsögðu. Bændum þóktu glæpir smalahunda sinna svo hryllilegir að þeir hengdu þá í gálga eins og morðingja. Þegar hin hátíðlega hengingin fór fram lá Snati í leynum og fylgdist af áfergju með framvindu mála með glott á vör. Þegar allt var um garð gengið og sauðfjármorðhundarnir dingluðu steindauðir í snörunni, skokkaði Snati heim til sín og stakk trýninu uppá milli rassakinnanna á húsmóður sinni að henni forspurðri og dró andann djúpt að sér, en hún snöri sér við krossbölvandi og reyndi að sparka í Snata, sem vék sér undan glaður í bragði og lagði sig í bælið sitt og fór að sofa.

Í sveitinni hefir mönnum orðið tíðrætt um hvur andskotinn það hafi verið sem hljóp í hundana blóðsumarið mikla. Það hvarflaði meira að segja að sumum að illur andi hefði hlaupið í kvikindin fyrir tilstuðlan galdra og að galdrakindin væri viss húsfreyja þar í sveit. Sem betur fer komst galdrakenningin á það stig að grunuð húsfreyja væri tekin og brennd á báli, en það munaði vissulega ekki miklu. Þaðan í frá hefir þessi kona verið gjörsamlega ærulaus í augum sveitunga hennar og nærsveitarmanna. En Snati, sem er þagmælskur hundur og slóttugur, liggur einn á leyndarmálinu mikla og mun ekki upplýsa það í þessu lífi og því síður því næsta. 

 


mbl.is Dýrbítur laus í Vík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband